22.6.2008 | 11:13
Bloggleti.........
Jamm, er búin að vera löt enda sumar og útivera númer eitt.
Við hjónin brugðum okkur til Vestmannaeyja ásamt honum Dalí okkar, tókum okkur vikufrí og vorum líka í Reykjavík í þrjá daga. Ég fór meðal annars í garðana þar sem mamma, pabbi og Vilborg eru að hamast við að rækta grænmeti af miklum móð. Morgunverðarsamsæti til Vilborgar og grill hjá Stellu og Ragga þar sem Hulda grillaði fisk ofan í mannskapinn - afar gott. Við José gættum svo Tinnu og Hrannar eitt kvöld meðan systurnar brugðu sér á tónleika, það gekk auðvitað eins og í sögu.
Með í för til Vestmannaeyja var Stella mín og fjölskylda og einnig Tinna elsta barnabarnið mitt og nutum við þeirra forréttinda að vera hjá tengdamömmu Stellu henni Fríðu sem er afar gestrisin og skemmtileg kona.
Þetta var frábær ferð, veður gott og við að sjá Eyjarnar í fyrsta skipti. Ægifagurt og skemmtileg upplifun í frábærum félagsskap. Bara takk öll fyrir að gera ferðina svona eftirminnilega. Okkur var sýnt margt og sagt frá mörgu merkilegu úr sögu eyjanna og fannst manni maður óneitanlega færast nær sögunni og þeim hörmungum sem fólkið í Eyjum upplifði í gosinu fyrir 35. árum. Þvílíkur styrkur sem fólkinu hefur verið gefin þegar allir sem einn gengu niður á bryggju og yfir ringdi ösku á leiðinni, ekkert hægt að taka með sér og engin vissi hvað við tæki. Og þvílík mildi að engin slasaðist eða dó.
Við heimsóttum einnig Drífu frænku og gaman að koma til hennar og sjá hennar fallega heimili. Við fórum í syglingu í kring um eyjarnar sem er ógleymanleg ferð. Raggi og Fríða fóru með okkur í bílferð útá Stórhöfða og allar helstu leiðir um eyjarnar og við gengum á Eldfell. Einnig var mikið gengið um bæinn farið í kirkjugarðinn og á Stakkó og fleira og fleira. BARA GAMAN. Og gaman að vera í nokkra daga með prinsunum litlu og Tinnu og auðvitað öllum hinum. TAKK FYRIR OKKUR !
Við sylgdum í land á þjóðhátíðardaginn og fengum afar gott sjóveður báðar leiðir, það sem eftir var af þeim degi vörðum við svo með mömmu og pabba og þangað komu í kaffi nokkrir ættingjar mínir. Solla systir og Lúcý voru á förum til Portugal til lengri eða skemmri tíma og náðum við að hitta þær aðeins þennan dag í kaffisamsætinu. Mángi og Dagga komu og Jón Bjarki nýkomin heim frá nær ársdvöl í Kína og Hrefna frænka Vilborg og Drífa komu einnig. Didda gömul vinkona mín og hennar maður komu líka og þau hafði ég ekki séð til fjölda ára. Maggi frændi og fjölskylda voru í bænum og hittum við þau aðeins í Austurbrúninni. Það er alltaf gaman að hitta fólkið sitt og sjá nýja fjölskyldumeðlimi og sjá eldri börnin þroskast og dafna. Á vonandi eftir að sjá Magga og fjölskyldu aftur hér á Akureyri fljótlega og sem flesta úr fjölskyldunni.
Annars gott að slaka á um helgina eftir tvo daga í vinnunni og ég verð svo að vinna í júlí og fer svo í aðal sumarfríið mitt í ágúst. Þá er ætlunin að reyna að komast eftir ódýrum leiðum til Portugal að heimsækja fjölskyldu mannsins míns. Þetta kemur allt í ljós og við vonum það besta, þrátt fyrir okurverð á bensíni og versnandi þjóðarhag.
Meira fljótlega bloggvinir mínir. Eigið góða daga.
Athugasemdir
Hittit þú mig ekkert? Ef mig skyldi kalla!!!
Vilborg Traustadóttir, 22.6.2008 kl. 13:00
Hittir!
Vilborg Traustadóttir, 22.6.2008 kl. 13:00
Lesa betur - um garðana og morgunverð í Sólheimum !
Hulda Margrét Traustadóttir, 22.6.2008 kl. 18:56
:-) , mátti reyna! Ég ef mig skyldi kalla. Vevvvv...
Vilborg Traustadóttir, 22.6.2008 kl. 23:20
Hæ.
Eyjarnar eru náttúrulega bara snilld! Við verðum pottþétt í sambandi fyrir norðan. Ég reyndar er auðvitað orðinn vel "planaður"! Verð að fótboltast á föstu- og laugardag, svo átti að storma á Mývatn á sunnudag og vonandi á Sauðó á mánudag. Hvað segjum við um þriðjudag, sem er þá nr. 8 í júlí????
Magnús Þór Jónsson, 23.6.2008 kl. 13:05
Maggi, setti coment á síðuna þína varðandi heimsókn til okkar - sjáumst 08.07 þriðjudag, erum venjulega komin heim uppúr kl.17.00 komið í kvöldmat !
Hulda Margrét Traustadóttir, 24.6.2008 kl. 08:45
Já alltaf gaman að hitta ættingja og vini......ég hef komið nokkrum sinnum til Eyja, fallegt þar, en fæ alltaf innilokunarkennd, dauðfegin að komast á land aftur
knús
Svanhildur Karlsdóttir, 24.6.2008 kl. 09:53
Svo verð ég sennilega á ferðinni helgina eftir "kvöldmatinn"!!!! Mála, mála, mála!!!!
Vilborg Traustadóttir, 24.6.2008 kl. 11:13
Til hamingju með daginn elsku mamma, tengdamamma og amma
Stella (IP-tala skráð) 24.6.2008 kl. 13:05
Svana, fann ekki fyrir innilokunarkennd enda bjart og fallegt.
Vilborg, já tími til komin að taka upp penslana !
Takk Stella, Raggi og synir
Hulda Margrét Traustadóttir, 24.6.2008 kl. 13:43
Setti hamingjuóskir inn á Ketilássíðuna. Til lukku!!!
Vilborg Traustadóttir, 24.6.2008 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.