7.9.2008 | 12:48
Komin heim..........
Eftir fimm vikna frí, erum við nú komin heim og mikið var gott að sofa í eigin rúmi í nótt. Svaf eins og engill og leið svo vel.
Við ferðuðumst mikið í Portugal og var ég svona eiginlega búin að fá nóg í bili.
Flogið var til Faro á Algarve og dvalið þar í tvo daga hjá Sollu systur í góðu yfirlæti, síðan haldið með lest norður á bógin til Costa de Caparica sem er nálægt Lisboa og er við vesturströndina, þar beið okkar frábær íbúð vinafólks okkar Söndru og Billós, það var æðislegt að dvelja þar í nærri viku og hlaða batteríin, fara á ströndina, út að borða og skoða mannlífið. Fallegar strendur, hitastig notalegt og vindur við ströndina. Síðan héldum við til Lisboa og stoppuðum þar í tvo daga hjá systur mannsins míns og fjölskyldu. Allstaðar tekið á móti okkur með virktum. Í Lisboa beið okkar bíll sem við höfðum að láni það sem eftir var ferðar eða þar til við komum til baka þremur vikum síðar til Lisboa og tókum þá rútu til baka þaðan, síðasta spölin til Algarve aftur. En mestum tíma var varið norður í landi, nálægt landamærum Spánar og Portugal í þorpinu Medelim. Þar sem foreldra José búa, við dvöldum hjá þeim í litla notalega húsinu þeirra. Þar var notalegt að vera en full heitt nær allan tímann 35 - 40 stiga hiti og var ég því duglega að skreppa í næsta bæ og dvelja í sundlauginni þar og kæla mig niður yfir heitasta daginn.
Við hittum alla fjölskyldu mannsins míns í ferðinni og fullt af vinum og kunningjum sem var auðvitað frábært og ekki dró það úr gleðinni að daginn fyrir brottför fæddist lítill drengur í fjölskyldunni og höfðum við tækifæri til þess að skoða hann áður en við fórum til baka.
En alltaf er gott að koma heim aftur, faðma heimilisdýrið sem var sæll og glaður, en hann dvaldi fyrstu tvær vikurnar á hundahóteli en síðari tvær vikurnar hjá dóttur minni og tengdasyni og virtist heldur betur ánægður með sig en líka glaður að koma heim.
Þakklæti er efst í huga eftir góða ferð og því að allt gekk svona vel því það eru ófáir kílómetrarnir að baki.
Meira síðar.
Athugasemdir
Velkomin heim
Svanhildur Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 08:55
Sorry, ég klukkaði þig..
Svanhildur Karlsdóttir, 8.9.2008 kl. 22:04
Gott að allt gekk vel. Gaman að koma heim eftir langt frí.
Vilborg Traustadóttir, 9.9.2008 kl. 13:56
Knús á línuna
Stella (IP-tala skráð) 10.9.2008 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.