11.9.2008 | 17:02
Pabbi minn varð 90.ára þann 13. ágúst.
Þann dag vorum við hjónin stödd í Portugal. Pabbi var búin að lýsa því yfir að ekkert yrði um að vera þennan dag en yngsti sonurinn tók ráðin í sínar hendur og hélt í syglingu norður á Ströndum um gamlar slóðir með marga ættingja okkar og vini sem gétu farið með stuttum fyrirvara. Dagurinn góður að allra sögn og gamli skemmti sér vel - enda veður gott og endað var á kaffisamsæti á Hótel Djúpavík.
En mig langar að segja svo margt um hann pabba minn en örfá orð eru betri en engin.
Ég minnist -
Stunda þegar ég sat í fanginu á honum og strauk á honum handlegginn, ég fann mig hvergi öruggari en þar.
Stunda þegar ég elti hann um allt á Sauðanesi og hann mátti ekkert fara án mín.
Stunda þegar við vorum í fjörunni á Sauðanesi og hann var að láta okkur krakkana hlaupa fyrir boða og efla okkur til að hreyfa okkur - og keppa í hlaupi, þrístökki, langstökki og fleiri greinum heima á túni.
Kvölda Þar sem við sátum og hlustuðum að útvarpsleikritin, framhaldssögurnar og fleira skemmtilegt í útvarpinu. Allir sátu spenntir en úti ílfraði vindurinn.
Alls þess sem hann sagði til þess að undirbúa okkur fyrir lífið - en ég ætlaði þá aldrei að yfirgefa hann eða mömmu.
Síðar á lífsleiðinni hefur margt gerst í lífi okkar allra systkininanna, en hvaða hetjur höfum við haft með okkur hvernig sem mál hafa þróast ? - Aðra en foreldra okkar, sem alltaf hafa gert allt sem þau hafa getað til þess að greiða götu okkar allra.
Það er svo mikils virði.
Athugasemdir
Ditto!
Vilborg Traustadóttir, 11.9.2008 kl. 18:29
Magga, á síðunni minni, fyrir neðan bloggvini, er flickr-síðan mín, þar kemstu inn og getur skoðað myndirnar mínar....
til hamingju með pabba þinn..
knús
Svanhildur Karlsdóttir, 12.9.2008 kl. 09:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.