17.9.2008 | 12:53
Rok og rigning.....
Eins og fram hefur komið hef ég verið "lassarus"síðustu daga, er að koma til en á eina læknisrannsókn eftir. Eflaust allt í lagi og flensan sem ég fékk var slæm en er á undanhaldi. Ég hef ekki verið veik í nokkur ár - held að mig hafi ekki vantað í vinnu einn dag vegna veikinda um árabil - var þessvegna fúl að lenda í þessu svona strax eftir sumarfrí. En ekki hægt að stjórna því - því miður. Er ennþá heima en vonandi fer þessu að linna svo ég komist í vinnu sem fyrst, ætla þó að láta þetta líða aðeins hjá og jafna mig eftir allar þessar rannsóknir og vesen.
Ótrúlega kostar það annars mikið að fara í gegn um þetta allt, ég er núna komin hátt í 20.þúsund kallinn svo - afþví að læknirinn minn sagði mér að endurtaka þyrfti þessar sömu rannsóknir eftir 3 - 4. mánuði ætla ég að ljúka þeim af fyrir áramót svo ég nái afslættinum - skrítnar reglur þetta en maður verður að hugsa og bjarga sér ! Vorkenni þeim sem standa í þessu dag eftir dag og mánuð eftir mánuð með langveik börn sín eða eigin sjúkdóma. Maður getur talist heppin.
Rokið og rigningin hér í nótt - maður minn - sem betur fer björguðum við öllu lauslegu af svölunum inn í gærkvöld og svo er svefnherbergið okkar hlés megin við þessa suðvestan átt en samt var hávaðinn gífurlegur hér á þriðju hæð en einhvernvegin tókst okkur alltaf að sofna aftur og kúra okkur djúpt í sængurnar. Dalí minn er ennþá að jafna sig fór út að pissa snemma í morgun áður en José fór í vinnuna en vill svo bara lúra og biður ekki einusinni ennþá um að fara út á svalir til þess að fá frískt loft, ætla að reyna að druslast út fljótlega til þess að lofa honum að sprikla svolítið, verð að gera það þó slöpp sé.
Annars - nú er komin sól og farið að lægja, gott að geta loks opnað glugga og fengið hreina og góða loftið inn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.