Síðasta rannsókn í bili...........

Fór til háls nef og eyrnalæknisins í dag, sem skoðaði mig vel og rækilega og lét sækja niðurstöður úr óm og sneiðmynd af hálsi. Hann segist hallast að því að eitthvað sé skjaldkirtillinn að angra mig og ætlar að setjast yfir niðurstöður þessara rannsókna með þeim sem þær tóku og tala svo við mig aftur ! Þannig að nú er bara að bíða og sjá og vona að hægt verði að hjálpa mér með þau óþægindi sem ég er með í hálsinum.

Annars rok og rigning annað slagið - það hefur verið ansi einmannalegt að vera svona heima þessa daga en fyrstu dagana gat ég þó sofið mikið. Það verður því gott að mæta í vinnuna á mánudaginn og hitta vinnufélagana og taka til hendi. Það á ekki alveg við mig að hanga - ætlaði í gær eftir hád.að mála en afþví að lyktin af terpentínunni sem ég nota er svo sterk hætti ég við - það bíður betri tíma.

Það verður ein mynd eftir mig á nemendasýningu hjá Erni Inga um helgina. Sú sýning er opin á laugardag og sunnudag frá kl. 14 - 18.

Annars - eigið góða helgi. Meira síðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Góða helgi Magga mín...knús

Svanhildur Karlsdóttir, 19.9.2008 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband