Að loknu áfalli....

Bankastarfsmenn eru örþreyttir, búnir með kvótann en eru samt af eljusemi í vinnu hvern dag eins og allt sé í lagi. Mörg okkar ennþá í vinnu - en hvað verður - óvissan er slæm. Hvaða bankar verða sameinaðir og hverjir fjúka þá ?

Þessi törn minnir mig á síldarvertíð sem ég upplifði fyrir austan á árum áður, saltaði síld á nóttunni og vann í bankanum á daginn ! Það var erfitt en maður gerði það samt !

Ég færi kannski ekki í slíkt í dag 56. ára gömul en ég er sannfærð um að hægt væri að nota krafta mína á öðrum sviðum en í bankageiranum - einhvernvegin hallast ég að ummönnunarstörfum, helst fyrir gamla fólkið - sem hefur skilað okkur landinu á sínum forsendum,eftir mikla vinnu og ósérhlífni og treystir okkur hinum fyrir elli sinni.

Við eigum skuld að gjalda þar.Heart

Ég er með - við höfum þetta af - ekki spurning. En við viljum að þeir sem axla ábyrgð komi til með að standa fyrir máli sínu, allavega að við fáum að vita hvað var gert rangt g hvernig má forðast aðra holskeflu álíka þessari. Það er ljóst að það mun taka okkur mörg ár að ná okkur upp aftur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

 "Græðgin var þeim að falli"    allavega það er það sem ég held, og ég vona að "þeir" fái að finna fyrir því, verst  að það lendir á okkur líka.  

En við höfum þetta af

Svanhildur Karlsdóttir, 15.10.2008 kl. 23:53

2 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Hárrétt frænka.

Verst líður manni með gamalt fólk og síðan námsmennina sem kannski þurfa að stíga frá námi.

En vandinn verður kannski að vinnan fyrir okkur sem erum tilbúin að vinna hana verði lítil.....  Kannski er bara kominn tími á nýtt síldarævintýri, við höfum ekki nennt að flaka síldina undanfarin ár, heldur heilfryst hana fyrir Rússana að flaka og salta.  Við nenntum ekki veseninu.

En ég öfunda þig ekki af starfinu þínu þessa dagana, hlýtur að vera mjög erfitt!

Magnús Þór Jónsson, 16.10.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Knús og baráttukveðjur. Hlakka til að opna Galleríið með þér! ;-)

Vilborg Traustadóttir, 23.10.2008 kl. 01:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband