23.10.2008 | 17:23
ÞAKKIR
Mamma og pabbi, José, dætur mínar, tengdasynir og barnabörnin mín fjögur - án ykkar væri ég líklega eins og skjálfandi lauf - aðrir þeir sem kunna að meta mig - ég hitti ykkur mörg í dag og þið eruð í hjarta mínu ! Takk fyrir faðmlög og hughreystingarorð og takk fyrir samvinnu síðustu ára.
Ættingjar og vinir, sjaldan eða aldrei hef ég þurft eins mikið á ykkur að halda og núna.
Ferlið er einhvernvegin svona í sálinni minni, einmannaleiki, depurð og svo kemur vonin ég sveiflast svona upp og niður, tárin renna upp úr þurru en svo rífur maður sig upp.
Er að fara á vinnumiðlun núna til þess að láta skrá mig og vita hvort eitthvað er í boði og ég ætla líka að kanna hvað verið er að gera hér í bæ fyrir þá sem eru búnir að missa vinnuna. Þó ekki væri nema að hitta fólk, gæti gert manni gott.
Athugasemdir
Elsku Magga mín, æi ég veit varla hvað ég á að segja....knús knús knús
Svanhildur Karlsdóttir, 23.10.2008 kl. 17:51
Sæl elsku frænka.
Fékk þessar ömurlegu fréttir seint í gærkvöldi og veit ekki hvað hægt er að segja. Nú skiptir svo miklu að þú byrjir strax á að byggja þig upp. Landsbankinn er liðin tíð hjá þér og ég er viss um að tækifærin grípa þig fyrr en seinna.
Synd að gott fólk situr uppi með skít og skuldir þessara ómenna!!!
Vertu hughraust!
Ástarkveðjur frá Hellissandi.....
Magnús Þór Jónsson, 23.10.2008 kl. 23:40
Takk, takk bæði.
Maggi minn - ég lofa hvern dag lífsins og uppbyggingin er að byrja. Knús til ykkar
Hulda Margrét Traustadóttir, 24.10.2008 kl. 10:07
Ég kem fyrr en varir vopnuð málningarpenslum og olíulitum og við tökum törn í að mála!
Það er svoooo gaman að mála með þér. Þú leiðbeinir mjög vel og svo getum við hlegið endalaust að sjálfum okkur!! :-)
Tökum helgi í það ef þú verður farin að vinna annars staðar áður en ég kem.
Vilborg Traustadóttir, 24.10.2008 kl. 13:41
Sem fyrst bara Vilborg. Er búin að skrá mig hjá capacent og vinnumiðlun og svo bara sér maður til og fylgist með
Hulda Margrét Traustadóttir, 24.10.2008 kl. 13:46
Þykir rosalega leitt að heyra þessar fréttir, frænka mín. Ég finn til með þér, en ég veit vel að þú hefur þann styrk til að snúa þessu upp í eitthvað jákvætt. Aldrei missa vonina á þetta reddist, það gerir það þó að í dag sé erfitt að koma auga á það. Þú hefur einstaka hæfileika og þá skaltu nota til að komast út úr vandræðunum. Lovv jú!
Örn Arnarson, 24.10.2008 kl. 15:54
Takk öll. Er nýkomin útúr einu af nokkrum táraflóðum sem hafa hellst yfir mkig í dag og þá er gott að vita að það er vel til manns hugsað.
Síðasta táraflóð í dag kom til vegna þess að yndisleg stelpa sem vann mér við hlið í sumar hringdi í mig og tilgangur hennar var örugglega að peppa mig upp og hughreysta.
Auðvitað er ég þakklát henni og fleirum- Það sem hefur gefið mér svo mikið í vinnunni minni (sem var) er unga fólkið sem ég hef haft unun af að vinna með - sem hefur komið á vorin eins og farfuglarnir uppfullt af jákvæðni, lífsfjöri og elskulegheitum, og maður sá lífsvæntingarnar í augunum ....
Ég vil gera allt sem ég get fyrir þetta fólk sem og aðra - ef ég get
Hulda Margrét Traustadóttir, 24.10.2008 kl. 19:45
Knús!
Ég setti fyrirspurn á mitt blogg ég er svo reið fyrir þína hönd.
Þú af öllum áttir þetta EKKI skilið.
EN þetta er nýtt upphaf að spennandi og meira skapandi tímum hjá þér.
Það er ég viss um.
"Litla systir"......
Vilborg Traustadóttir, 24.10.2008 kl. 23:41
Ég trúi ekki öðru en að þú fáir aðra vinnu sem allra fyrst..
Knús..
Stella (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 17:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.