25.10.2008 | 17:49
Boðorðin mín....
Ég var að hugsa í morgun þegar ég vaknaði...hvernig verða næstu vikur ? Og áttaði mig auðvitað á því að ég réði því nokkuð hvernig þær yrðu ! Ég ákvað að setja mér nokkur boðorð !
Þau eru svona.
Vakna snemma og brosa framan í veröldina - (það kostar ekkert).
Fá mér góðan göngutúr með hundinum mínum a.m.k. klukkutíma göngu - (það kostar heldur ekki neitt)
Borða staðgóðan hádegismat, skyr og brauð og ávexti ( er ekki svooooooooo dýrt)
Fara á vinnustofuna sem ég hef aðgang að og greiði fyrir mán.lega. Kl. 13 og vera þar til kl. 16.
Koma heim - hress og kát (en það að mála skilar mér yfirleitt alltaf góðu skapi og nærir sálina) og hlynna að heimilinu mínu. Elda kvöldmat og skrafa við manninn minn sem kemur venjulega úr sinni vinnu kl. 16.
Halda áfram að lesa uppbyggjandi bókmenntir fyrir svefninn og takmarka sjónvarpsgláp.
Fara ekki seint að sofa, lesa bænir og hugsa jákvætt.
Hvernig hljómar þetta ?
Ég labbaði í tvo tíma úti í dag, ég hitti aðra hundaeigendur - við skiptumst á skoðunum um hundana okkar og vorum hress.
Ég hef fengið upphringingar frá ættingjum og vinum í dag. Takk fyrir að vera til staðar fyrir mig, þið eruð ótrúleg. Ég á ekki himinháan hóp af vinum en ég á fáa og góða vini sem standa mér nálægt, það finn ég þessa daga, þið eruð að gera mér gott með upphringingum ykkar og viðbrögðum.
Takk fyrir það !
Athugasemdir
Hljómar frábærlega vel. Þú átt svo sannarlega að rækta listamanninn í þér. Hlakka til að sjá afraksturinn.
Vilborg Traustadóttir, 25.10.2008 kl. 21:06
Mér líst vel á þetta plan hjá þér....Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 26.10.2008 kl. 00:32
Var að sjá og heyra fréttirnar af uppsögninni. Mér þykir mjög leiðinlegt að heyra þetta en það er gott að sjá hvað þú bregst sterkt við. Baráttukveðja úr Eyjum.
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 21:20
Knús til ykkar og takk. Bið að heilsa litlu krílunum Drífa mín
Hulda Margrét Traustadóttir, 27.10.2008 kl. 06:50
Sæl
Boðorðin þin eru frábær þú ert svo sterk
ég skana þín mikið
Knús og kram Kristjana
Kristjana (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 18:22
Knús til ykkar allra Kristjana mín, minn missir er mikill en ég ætla að hafa mig upp úr eymdinni !
Gott að heyra frá þér, verð upptekin á morgun í allskonar viðtölum, það er full vinna að vera atvinnulaus. Love you Margrét
Sérstakt knús til þín fyrir það að hafa samband við mig !
Hulda Margrét Traustadóttir, 27.10.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.