Morgun þankar...

Klukkan er að verða sjö að morgni, kallinn minn farin til vinnu sinnar, Dalí lúrir eftir morgun sprænið.

Úti er myrkur og snjóþekja yfir öllu - kuldalegt. En hér er hlýtt og notalegt, bókin á náttborðinu kallar á mig og ég ætla að lúra aðeins lengur og lesa.

Það er skrítið á mánudagsmorgni að þurfa ekki að mæta til vinnu, vera ekki að fara að hitta vinnufélaga til margra ára og spjalla um daginn og veginn, það var eitthvað svo venjulegt allt saman, en svona getur allt breyst á skammri stundu. Auðvitað sakna ég samstarfsfólksins míns og þá auðvitað mest þeirra kvenna sem unnu með mér í deildinni.

Síðar í dag ætla ég að fara af stað og athuga hvort einhverja vinnu er að hafa, þarf svosem ekkert að vera að flýta mér en tel það gott að komast aftur út að vinna í stað þess að einangrast heima of lengi, annars eru það boðorðin mín sem verða í fullu gildi á meðan staðan er svona SmileSmile

Við fengum frábæra heimsókn í gærkveldi, kunningjakona mín austan af fjörðum kom ásamt manni sínum og færði mér bækur að lesa. Hún er líka starfsmaður í banka og hefur því gengið í gegn um þessa törn eins og ég, það var gott að rabba við hana og gaman að sjá þau. Takk Guðný min.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús Magga mín

Svanhildur Karlsdóttir, 27.10.2008 kl. 11:16

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

You are my hero ;-) !

Vilborg Traustadóttir, 27.10.2008 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband