28.10.2008 | 15:11
Nýr dagur...
....sem heilsaði mér vel, vaknaði samkvæmt boðorðunum og var komin út á göngu uppúr kl.10. Svalt úti en bjart og fallegt.
Mætti síðan klukkan 13 til Capacent, til ráðgjafa - mjög gott samtal sem ég átti þar, heimsótti síðan annan vinnustað og labbaði út þaðan með umsóknareyðublað sem ég var að útfylla og ætla að skila á morgun ! Skrapp síðan til hennar Stellu á Bláu könnunni og við fengum okkur kaffi og röbbuðum saman, við unnum lengi saman þangað til að hún fór út í eigin rekstur. Alltaf gaman að hitta Stellu, hún er ein af mörgum perlum sem ég hef unnið með í bankanum.
Við Dalí erum svo að fara aftur út á göngu - ekki hægt að segja að maður liggi með lappirnar uppí loft - svo bíða ótal verkefni í skápa tiltekt og fleiru sem hefur ekki verið sinnt sem skyldi vegna mikillar vinnu.
Sem sagt - engin lognmolla hér.
Megi ykkur líða sem best, hvað sem þið eruð að bralla í dag.
Athugasemdir
Góðar fréttir. frábært það sem þú sagðir mér í símann í dag. Sannast þar "what comes around goes arond"! Maður uppsker eins og maður sáir. Ekki orð um það meir!
Vilborg Traustadóttir, 28.10.2008 kl. 17:49
What goes around comes around? var það kannski þannig? ;-)
Vilborg Traustadóttir, 28.10.2008 kl. 17:50
einhvernvegin svona ekki svo mikið mál.... love you
Hulda Margrét Traustadóttir, 28.10.2008 kl. 19:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.