29.10.2008 | 20:03
Gleðigjafi....
....já, ég var rétt komin úr morgungöngunni og búin að bregða mér í bað, þegar dyrabjöllunni var hringt...."Ertu búin að borða" var spurt .....nei....var svar mitt, en hér var mætt samstarfskona mín til nokkurra ára Kristjana Skúladóttir og bar með sér hádegishressingu. Mikið var þetta skemmtileg heimsókn og það sem hún kom með var þjóðlegt og gott. Takk Kristjana, þú bjargaðir deginum.
Við náðum að spjalla og fá okkur kaffi með matnum og ég sagði við hana áður en hún fór "Þetta hefði engum dottið í hug nema þér " Óvænt og skemmtilegt !
Ég sagði systur minni frá þessu og hún sagði strax, þessar systur eru ótrúlegar, (hún hafði verið með þeim tvíburasystrunum í heimavistarskólanum á Laugum ) "Já, Magga Þær eru svo GÓÐAR MANNESKJUR ". Þarf ég að segja nokkuð meira.
Ég fór síðan í bæinn, kíkti í bankann, skilaði síðan inn umsókn á einn góðan stað í bænum og fór í smá viðtal og labbaði síðan í rúman klukkutíma úti í góða veðrinu eftir það með Dalí minn. Er hægt að biðja um betri dag ?
Í firramálið er mér boðið ásamt annari firrum samstarfskonu í morgunmat til einnar enn sem slapp á eftirlaun fyrir skellinn ! Það verður gaman !
Eigið gott kvöld og góða nótt
Athugasemdir
Þú ert bara að sósíalisera út í eitt, meira samkvæmisljónið sem þú ert!
Já Luafey og Kristjana voru alltaf (og eru greinilega enn) alveg gegnheilar, skemmtilegat og mikið gott í kring um þær.
Mangi og Dagga eru "swag" fyrir að koma á námskeiðið ef þau fá gistingu! Ég hringi í þig á morgun!
Villil systir er í stuði eftir námskeiðið í kvöld!!!!
Vilborg Traustadóttir, 29.10.2008 kl. 23:07
Knús Magga mín
Svanhildur Karlsdóttir, 30.10.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.