30.10.2008 | 20:29
Fyrsta stóra bakslagið.....
....það er erfitt að viðurkenna það en það gerðist.
Ég var að þrífa eldhúsið hjá mér í dag þegar það gerðist...þá stóð ég allt í einu með hanskana yfir fötunni og grét, það þyrmdi allt í einu yfir mig og ég sagði stundarhátt "Ég er búin að missa vinnuna mína" og söknuðurinn í röddinni var sár.....það vorum bara ég og hundurinn minn sem heyrðum þetta en þegar maðurinn minn kom heim stuttu síðar var ég enn að þrífa hágrátandi og ég gat varla útskýrt fyrir honum hvað væri að.
Hann var reiður útí þá sem höfðu sagt mér upp störfum eftir 27 ára störf. Ég var og er aðallega reið vegna þess að ég ætlaði sko að standa þetta allt af mér, finna mér aðra vinnu og loka Landsbankahurðinni forever and ever - það virðist ekki svo auðvelt þar sem ég réði alls ekki ekki við þessar tilfinningar og grét vel og lengi. Ég gat ekki borðað, seldi upp og varð hálf ósjálfbjarga.
Aldrei hélt ég að þessar tilfinningar kæmu í kjölfar atvinnumissis en ég skil þær núna.
Á morgun ætla ég að leita mér hjálpar - ég talaði við góðan mann í dag hjá félagi starfsmanna fjármálastofnanna sem sagði mér að leita sálfræðings með þeirra stuðningi og það ætla ég svo sannarlega að gera - ég vissi fyrst í dag að ég þyrfti svo sannarlega á því að halda. Allt þetta var allt í einu óyfirstíganlegt, þrátt fyrir hatramma baráttu gegn því síðustu daga.
Annars - góða nótt öll og verum hughraust.
Athugasemdir
Tvö skref áfram, eitt afturábak. Svo telja þau smám saman fram á veginn. Gott hjá þér að segja frá þessu og ég var að hugleiða í dag hvort uppsögn þín stæðist jafnréttislög? Hvað eru margir kvensjórnendur eftir í bankanaum?
Ekki það að ég ráðleggi þér að reyna að snúa ákvörðunni við en það væri fróðlegt að vita það í ljósi frétta sem voru í dag þess eðlis að skilanefndirnar hafi brotið jafnréttislög að sögn jafnréttisstýru.
Vilborg Traustadóttir, 30.10.2008 kl. 20:57
Er sammála Vilborgu að það er gott að þú segir frá þessu, það er alltaf betra að tala um hlutina, en ekki byrgja þá inni...
Risaknús
Svanhildur Karlsdóttir, 31.10.2008 kl. 00:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.