31.10.2008 | 12:13
Fleiri bloggvini, takk.
Ég hef ekki verið svo dugleg að blogga var meðal annars með síðuna mína læsta um tíma ,var svona meir til gamans fyrir okkur fjölskylduna.
Kannski vegna þess að ég nenni ekki svo mikið að fjalla um fréttir, finnst vera alveg nóg af þeim allstaðar.
En nú er svo komið að maður er búin að fá nóg af öllu þessu og skilur ekki lengur hvar þetta muni enda.
Á örfáum vikum hefur líf mitt breyst mikið og ég er nú ein þeirra fjölmörgu sem ganga atvinnulausir um götur. Hef verið óslitið á vinnumarkaði síðan árið 1970. Alltaf verið heppin með vinnuveitendur og samstarfsfólk og því er það skrítið að standa allt í einu í þessum sporum -
En ekki þýðir ekki að gefast upp þó alla daga syngi í fjölmiðlum vondar fréttir.
Mig langar til þess að eignast jákvæða, skilningsríka og góða bloggvini.
Það er mitt fyrsta dags verk eins og í vinnunni að kveikja á tölvunni, þá er gott að sjá góðar óskir eins og frá Ippu systur og Svanhildi sem eru duglegar að comenta á mig.
Á morgun fer ég í fyrsta sinn til sálfræðings, eins skrítið og það hljómar var það vinkona mín sem vinnur í öðrum banka sem ráðlagði mér að panta tíma - hún er ein af kvennhetjunum sem enn finnast í þessu landi, hjálpsöm og heil og byrtist þegar maður þarf á henni að halda.
Við erum ein stór fjölskylda sem gengur í gegn um mikla erfiðleika og við þurfum á hvort öðru að halda.
Njótið dagsins
Athugasemdir
:-)
Vilborg Traustadóttir, 31.10.2008 kl. 14:41
Gott að fara til sálfræðings....ef þeir eru góðir....
Hingað á Höfn kemur sáfræðingur á 4-5 vikna fresti...ég fór til hans fyrir rúmlega 2 árum síðan....hitti hann eitthvað um 3-4 sinnum....þá gafst ég upp...labbaði út, og hef eigi hitt hann síðan.....(margir hafa gert hið sama)....en þetta er góður barna-sálfræðingur, og stendur sig vel þar.
Ég vil bara segja með þessari sögu, að ef þú ekki finnur þig, eftir 2-3 tíma hjá þessum sálfræðingi, þá hættu, og leitaðu annað, það er alltaf hægt að fá hjálp.
Hef síðan hitt félagsmálafulltrúann hér á Höfn, sem er sálfræðimenntaður, og á mjög góða tíma þar, eins og fleiri.
Aldrei að gefast upp
Svanhildur Karlsdóttir, 31.10.2008 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.