2.11.2008 | 09:33
Eftir sálfræðitíma....
....fór í gær til sálfræðings. Átti afar góða stund með góðum sálfræðingi.
Það var gott að spjalla um uppsögnina, fá góð ráð um atvinnuleit og einkalíf.
Fannst gott að heyra að ég hafði tekið réttar ákvarðanir um margt sem ég hef gert til þess að dagarnir hjá mér fari ekki allir úr skorðum. Fer aftur í næstu viku þar sem við munum fara yfir margt sem getur orðið til hjálpar í þessu ferli.
Var líka gott að heyra að það að segja fólki upp með þeim hætti sem gert var í mínu tilfelli og hinna sem sagt var upp á sama tíma ætti að heyra sögunni til. Eins og fram hefur komið var hringt í mig þar sem ég var stödd í Reykjavík hjá mömmu og pabba og þó höggið sé alltaf þungt þá er það ennþá þyngra þar sem maður stendur varnarlaus með símann í höndunum. Svo það að vera mættur í vinnuna, byrjaður að vinna, kallaður inn á skrifstofu og ganga síðan út miðjum vinnudegi, atvinnulaus. Engin áfallahjálp - ekkert ! Bara fara heim. Þannig fengu þær hinar fréttirnar.
Á svona stundum fer allt úr skorðum í lífinu og einmitt þá, ætti að vera fagfólk til aðstoðar.
Er mjög ánægð með að hafa drifið mig í fyrsta skipti á ævinni til sálfræðings
Annars held ég áfram í heimilis - endurskipulagningunni og skápar og skúffur fara alveg að verðar spikk og span....þá ræðst ég á veggina - aldrei að vita nema málningardollur verði komnar hér inn á gólf áður en varir
Eftir að hafa kíkt á atvinnuauglýsingar í morgun og aðeins í blöðin er mér ekki til setunnar boðið, það bíður heill skápur af óskipulegri kaos eftir mér.
Eigið góðan sunnudag og knúsið hvort annað
Athugasemdir
Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 2.11.2008 kl. 11:10
Gott mál, þú smitaðir mig einmtt með skápana, kannski smituðum við bara hver aðra!
Vilborg Traustadóttir, 2.11.2008 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.