Nýr dagur....

...það sem ég vil leggja til málanna í dag er aðeins það að í dag heimsótti ég bestu vinkonu mína sem er nýkomin af geðdeild FSA, eftir nokkurra daga veikindi.

Það var ánægjulegt að sjá að hún er að hressast eftir veikindi síðustu daga. Hún er nú að fara í langþráð sumarfrí þar sem maðurinn hennar er nýkomin í frí en hann vinnur að heiman hálft árið eða svo.

Það hlýtur að vera erfitt að vera svona viðkvæmur og brothættur, bæði vegna sjúkdóms og utanaðkomandi áhrifa, en það er líka gott að fá að kynnast því hvernig fólk bregst við slíku og líka gott að gera sitt besta til þess að styðja við bak þeirra sem lenda í slíku. Þessi vinkona mín er enn ein af mörgum  kvennhetjum sem ég hef kynnst í lífinu og hún er mín mesta og besta vinkona. Heil út í gegn. Mér þykir undur vænt um hana.

Það verður gaman að hitta hana aftur eftir gott frí og fá hana heim úthvílda á sál og í sinni.

Tvær firrum samstarfskvenna minna höfðu svo samband við mig í dag og það er eitt af því sem hjálpar mikið að eiga vini í þeim sem maður hefur unnið með. Í kvöld líður mér vel. Takk.

Þetta var innlegg dagsins frá mér.

Megið þið eiga góða nótt !Heart Og munum að ekkert er sjálfgefið í þessum heimi.

Verum því góð hvort við annað.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Já það eiga margir erfitt sérstaklega núna. Það er gott að eiga góða að og það er gott að sjá tækifæri og sóknarfæri í erfiðleikunum.

"Sigla beitivind" svo ég vitni í líkingamál! (Að sigla beitivind er að beita seglunum móti vindi þannig að skútan siglir áfram en hrekst ekki afturábak, það er hægt að ná góðri siglingu þannig):

Vilborg Traustadóttir, 4.11.2008 kl. 08:40

2 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Það munar öllu að eiga góða að, það veit ég

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 4.11.2008 kl. 09:04

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Knús á ykkur sætu konur. Magga ín ég veit að þú átt erfitt og það tekur dálítinn tíma að finna jafnvægið aftur. Haltu þig fast við planið og mundu að það er bara til eitt eintak af þér, farðu vel með það!

Hlakka til að koma í næstu viku...

Vilborg Traustadóttir, 4.11.2008 kl. 21:18

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

 knús

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.11.2008 kl. 06:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband