Morgunstund...

....hef ekki getað sofið síðan klukkan fimm í morgun, reyndar sofnaði ég snemma í gærkvöld eftir að hafa farið í svartsýniskast þar sem mér fannst ég eitthvað bjargarlaus allt í einu. Fór að hugsa um hvað yrði þegar ég hætti að fá laun ef ég yrði ekki búin að fá vinnu - og allskonar svona ótímabæra hluti. Þrátt fyrir það að mitt firrum samstarfsfólk hafi samband við mig þá finnur maður sig oft ansi einmanna.

Það er eitthvað svo allt öðruvísi að vera einn heima allan daginn þó maður hafi alltaf nóg að gera.

Það var skrítið að koma í bankann í dag en væri líklega ágætt að koma ekki þangað of oft með fullri virðingu fyrir starfsfólkinu, þá er það eitthvað svo sárt líka, allir að vinna og allt eins og var nema að ég var þarna framan við borðið að greiða reikninga.

Fólk heldur áfram oð hringja og styðja við bakið á mér og ég kíki til firrum samstarfskonu minnar sem býr hér nálægt og við knúsum hvor aðra smá.

Í gærkveldi hringdi til mín stúlka sem ég þekki ekki mikið, henni var sagt upp í útibúi hér á norðurlandi á sama tíma og okkur hér. Hún átti afar bágt, það hafði engin af hennar samstarfsfólki talað við hana síðan að hún gekk útúr bankanum og henni leið auðvitað ennþá verr þessvegna. Þessi kona var fyrirvinna heimilis síns, eiginmaðurinn öryrki.

Það er líka ábyrgðarhluti að láta þá afskiptalausa sem hætta, áður var jú vinnan okkar meira en hálft lífið og allt í einu er þeim kafla lokið. Bara sisvona.

Við ákváðum að hittast í næstu viku og fá okkur kaffi saman.  Það er ekki nóg að segja að við þurfum að standa saman og gæta hvort að öðru, við þurfum að standa við stóru orðin. 

Sálfræðitími frammundan í dag og kaffiboð í kvöld hjá firrum samstarfskonu.

Eigið góðan dag Joyful Og ég er ánægð með Obama Smile

Lofa að ég fer að verða skemmtilegri er bara að vinna mig útúr krísunni !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Þór Jónsson

Ekki missa kjarkinn frænka!

Vertu ekki að velta þér of oft upp úr fortíðinni með því að fara í bankann.  Það er alveg ljóst að þetta er ekki lengur bankinn þinn!  Gott hjá þér að sækja í fólk nálægt þér og svo að þú getur gefið til annarra.

Auðvitað er skiljanlegt að þú dettir niður í krísu eins og þúsundir landa okkar.  Ég bíð nú bara eftir að heyra af mótmælum á Akureyri um helgina, er að fara þangað að vera veislustjóri í afmæli systur hennar Helgu svo nú erbara að sjá.

En ég kíki til ykkar, þó ég kannski nái að stoppa stutt....

Stattu þig Magga mín!

Magnús Þór Jónsson, 5.11.2008 kl. 09:38

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk Maggi minn - ég er nú baráttukona í eðli mínu.

Vonandi tekst þér að kíkja til okkar og ég fer á fundinn, það er löngutímabært að hlutirnir fari að breytast hér. Sjáumst !

Hulda Margrét Traustadóttir, 5.11.2008 kl. 10:56

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nú þurfum við öll að skríða úr hýði okkar og láta rödd okkar heyrast! Þá meina ég HEYRAST! Ekki leyfa þeim að þykjast hlusta og tala svo bara um um nornabrennur o.s.frv.

Baráttukveðjur!

Vilborg Traustadóttir, 5.11.2008 kl. 12:03

4 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Þetta er góð færsla hjá þér......Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 5.11.2008 kl. 14:41

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hringi um leið og ég vakna! :-) Var svo mikið að gera í dag að passa og námskeiðið í kvöld! Knús í allar áttir....

Vilborg Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 00:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband