6.11.2008 | 13:56
Góðan dag....
....ætla að deila með ykkur heilræði dagsins !
Ég fékk skemmtilega gjöf í gær frá firrum samstarfskonu minni, vestfirskri kjarnakonu, dagatal sem er einskonar heilræða-dagatal. Mjög fallegt ! Takk dúllan mín !
Ég ætla að deila þessu heilræði með ykkur og stemmir það vel við færsluna mína í gær !
Heilræði dagsins í dag er:
Vitlu fá lykilinn að sérhverju hjarta ? -
Reyndu kærleikann !
En heilræði dagsins í gær þar sem við hittumst þrjár vinkonur var:
Þeim tíma, sem þú nýtir til að hjálpa öðrum, er vel varið. Þú færð það endurgoldið þótt síðar verði.
Það er gott að hugsa um það jákvæða í lífinu !
Ég var búin að lofa ykkur að verða aðeins skemmtilegri en áður og ætla að standa við það.
Ég var að koma úr sálfræðitíma, þar sem mikið var rætt um uppbyggingu í lífinu og umhverfið eins og það er í dag.
Góður dagur og gott veður úti, er því farin í mína daglegu heilsubótargöngu.
Megið þið eiga góðan dag.
Athugasemdir
Það var gaman að heyra í þér í morgun, sérstaklega þar sem þú varst svo "busy" að þú máttir varla vera að því að tala í símann.
Gangi þér allt í haginn! Allan daginn!
Vilborg Traustadóttir, 6.11.2008 kl. 16:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.