5.12.2008 | 22:11
Jæja...........
Vinnudeginum var að ljúka, og ég er bara alls ekki þreytt, líður bara vel.
Verkefnalistinn kláraðist og það er orðið hreint og fínt í Norðurportinu. Ég verð að viðurkenna að ég er bara stolt, við vorum þrjú í að þrífa borðin og raða þessu upp. Algjört akkorð, maður hefði fengið góð laun ef maður hefði verið í síldinni í gamla daga, þegar merkin voru sett í stígvélið fyrir hverja tunnu og maður hamaðist eins og óður væri. Eins hefði þetta þurft að vera í dag, merki fyrir hvert borð þau voru svo skítug, enda búin að vera í geymslu árum saman. En merkin okkar eru bara ánægjan yfir vel unnu verki. Það var góður nágranni okkar hann Fjölnir sem hjálpaði okkur, takk þín hjálp var svo sannarlega vel þegin og bjargaði miklu !
Svo fékk að vita í dag að ég er komin inn á Sprotasetrið (sem sett var upp fyrir atvinnulausa sem vilja stofna fyrirtæki) ég get verið þar með vinnuaðstöðu og fengið hjálp við að halda áfram í þessu verkefni. Það er gott þegar maður kann ekki mikið í fyrirtækjarekstri. Fer að hitta þau á mánudaginn, þá fer skrifstofan mín líklega bara þangað í bili. Það er gaman að vera byrjaður á verkefni sem maður fær stuðning við og vera innan um fólk aftur og spennandi að hitta fólk sem er að byrja á einhverju nýju . Mikið er ég glöð !
En svo var hún "móðir væn" að minna mig á endurtekna lækinsskoðun núna um miðjan des. Það má ekki farast fyrir, gleymi því sko ekki, því það þarf ég að gera.
Svo spakmæli fyrir 6.des. komið hér inn, set ég það inn núna fyrir svefninn. Langur vinnudagur á morgun.
Stund í bæn getur lyft þér
upp á vængjum anda Guðs
og hjálpað þér að sjá
heildarmyndina frá
réttum sjónarhóli.
Sofið rótt vinir og vandamenn Læt heyra frá mér fljótlega.
Athugasemdir
Gott spakmæli, gangi þér allt í haginn í dag, það hefur verið ánægjulegt að fá að fylgjast með á síðunni þinni.
Magnús Sigurðsson, 6.12.2008 kl. 10:10
Til hamingju systir með árangurinn. Gott fordæmi fyrir aðra sem lent hafa í svipaðri stöðu og eiga eftir að lenda í , að sjá hvernig þú tæklar lífið og endalaus verkefni þess." Vandamál" er ekki til ef við lítum á það sem verkefni sem þarf að leysa. Þú hefur sannað þetta fyrir okkur með því að virkja sköpunarkraf þinn, þér og öðrum til framdráttar. Húrra fyrir þér,.
Magnús Hannibal (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 10:39
Það verður spennandi að heyra frá þér um og eftir helgina!
Hlakka til.
Vilborg Traustadóttir, 6.12.2008 kl. 13:25
Vona að allt hafi gengið vel í dag..
Stella (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 20:53
Það var víst bullandi gangur á þessu. Mikil sala og mikil ánægja með framtakið. Bíð spennt eftir frekari fréttum.....
Vilborg Traustadóttir, 6.12.2008 kl. 21:56
Dagurinn var frábær systkini mín, dóttir og Magnús Sigurðsson, nýr gestur þessarar síðu.
Mér líður eins og ég hafi verið að setja upp eitt besta leikrit sögunnar.
Öll mín vinna undanfarnar vikur, skilaði sér í þeirri gleði sem ég fann hjá sölufólki og gestum í dag. Mér líður svooooooooooo vel !
Ég vann frá því kl. 08:00 í morgun og kom heim rúmlega 18:00 í dag, borðaði eina ristaða brauðsneið í morgun og svo kvöldmat hjá mínum heittelskaða í kvöld.
Frábær dagur !
Takk fyrir að láta mig vita að ég skipti ykkur máli og það sem ég er að gera !
Fullt hús á morgun í Norðurporti !
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.12.2008 kl. 22:38
Til hamingju !
Ég tek ofan fyrir þér :) Þú ert ótrúleg
Ein orðlaus, en langar að segja þér hvað þú ert mikið dugnaðar forkur.
Gangi þér sem best
Frænkan
Hulda Magga (IP-tala skráð) 6.12.2008 kl. 22:48
Takk Hulda Magga, þetta er gott nafn !
Og öllum góðum nöfnum fylgir gæfa, því trúi ég !
Hulda Margrét Traustadóttir, 6.12.2008 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.