Sprotasetur.....

Ég er búin að skoða aðstöðuna sem ég fæ á Sprotasetrinu nýja sem er hjá "Atvinnuþróunarfélagi Eyjafjarðar". Fín skrifstofa bíður mín með síma og tölvutengingu, og ég get unnið það sem ég þarf að gera í pappírum vegna Norðurports og fengið aðstoð - ekki veitir mér af - vel að verki staðið hjá þeim. Ég hef aldrei unnið svona bókhald ein og sér, aldrei verið með eigin fyrirtæki . Svo ég get  örugglega lært margt af þeim.

Svo geta þeir sem vilja komið og spjallað við mig ef þeim liggur eitthvað á hjarta í sambandi við Norðurport.

Þannig að nú get ég haldið áfram að þróa Norðurports hugmyndina og gert þetta allt rétt og vel.

Ég ætla að byrja þar á morgun kl.  13:00. Það verður gaman.

 

Ég var næstum því búin að gleyma spakmæli dagsins, það má ég ekki:

Hluti af vonbrigðum lífsins er að

við fáum ekki alla drauma okkar

uppfyllta en það dásamlegasta

við himnaríki er að Guð mun

annaðhvort láta þá rætast eða

gefa okkur eitthvað enn betra.

Njótið vel þess sem eftir er af deginum, gott að koma heim og halda áfram að "dúlla" inn jólin Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl elsku Margrét.

Mér finnst alveg frábært hvað þú ert að gera og hlakka mjög til að kíkja á herlegheitin um næstu helgi. Endilega hafðu samband ef ég get eitthvað hjálpað þér.

Knús frá okkur mæðgum :O)

Linda Hafdal (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 20:13

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk Linda mín, þið eruð svo frábærar, þessar stelpur sem unnið hafa með mér....Gaman væri að sjá ykkur fjölskylduna í Norðurporti um næstu helgi , stefnir í góða helgi ! Áttu ekki eftir að kaupa einhverjar jólagjafir ?

Hulda Margrét Traustadóttir, 8.12.2008 kl. 20:18

3 identicon

Gott að þér leist vel á þetta.

Kv,

Stella "bitna" vevvvvvvvvvvvvv..

Stella (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:03

4 identicon

Magnað hefur verið að lesa hvað þú ert búinn að vera  að gera síðustu vikur,,Flott framtak hjá þér ,,NORÐURPORTIÐ,,Las um það í Vikudegi ,langaði bara að kvitta og segja ,,þær deyja ekki ráðalausar ,,,TRAUSTADÆTURNAR,,,ÞAÐ SAGÐI HANN AFI MINN SÁLUGI ALLTAF VIÐ MIG........KV BJÖRK

Björk Traustadóttir (IP-tala skráð) 8.12.2008 kl. 21:28

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

 Sæl Björk.

Takk fyrir að láta vita af þér. Er það ekki uppeldið og góðu gömlu gildin sem gilda ?.

Engin uppgjöf - bara að horfa fram á veginn. Takk fyrir Björk !

Við systur erum bara nokkuð brattar. Allar bara á besta sldri eins og þú !

Kv. Magga.

Hulda Margrét Traustadóttir, 8.12.2008 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband