Laugardagur til lukku....

Halló.

Spakmæli dagsins.

Tilgangur lífsins er ekki að

skapa efnisleg verðmæti heldur

að skapa gott líf.

Dagurinn í Norðurporti var góður, mikið af gestum og sölufólki. Ég var mjög glöð yfir því hvernig til tókst. Geislabandið sló í gegn og kaffið og kakóið hjá henni Sollu var vinsælt. Norðurport bauð síðan sölufólkinu upp á vöfflur í dagslok að gömlum sveitamannasið, yndislegt að hitta sölufólkið eftir erilsaman dag og kynnast því enn þá betur.

Er nokkuð betra en sú gleði sem til verður að loknum góðum vinnudegi, mikið sofnar maður þá rótt.

Takk öll, sem þar komuð við sögu. Skemmtilegt fólk á öllum aldri, úr sveit og úr bæ, að selja fallegt handverk sitt, notuð föt, gamalt dót eða nýjan fatnað, gott í gogginn og allt mögulegt.

Hún  amma mín elskuleg sagði svo oft, ef verið var að tala um annað fólk á einn eða annan hátt "Öll erum við manneskjur". Þessi setning hefur fylgt mér í gegn um lífið. Amma var lömuð að hluta til frá 30 ára aldri eftir lömunarveiki. Lífsglaðari konu hef ég hvorki ekki hitt firr né síðar, nema ef vera skyldi Vilborgu systur sem glímir við MS sjúkdóminn en hún er AFAR lifandi manneskja, þrátt fyrir allt. Hún hefur hjálpað mér mikið í sambandi við Norðurport.  Það var hún sem fann upp þetta frábæra nafn á portinu og er alltaf tilbúin til að hlusta á mig og fá fréttir af því sem gerist þar. Wink

Það var skemmtilegt í dag og  þegar hljómsveitin "Geislabandið" hóf að spila( maðurinn minn hann José spilar með þeim á trommur) þá steig á stokk með þeim, maður frá Ólafsfirði sem hefur verið að spila með þeim um tíma, ég vissi ekki neitt um hann en Þegar að hann vissi hvaðan ég var spurði hann eftir Sollu systur, en þau höfðu skrifast á og hist á Ketilásböllum á árum áður.....Maðurinn minn sagði ...hjúkkett....gott að það varst ekki þú LoL en Solla, ég átti að skila kveðju til þín....................tölum saman síðar.

Þegar ég var að enda við þessa færslu í kvöld kom til okkar góð vinkona færandi hendi með jólatré að gjöf handa okkur úr skóginum "heima" Flott gjöf það..Við sungum saman nokkur lög - hún er snillingur á gítar, við borðuðum hákarl og harðfisk og fengum okkur einn bjór. Takk Bogga mín. gaman að sjá þig !

Meira á morgun, sofið rótt Heart

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Við erum soddan "portkonur" systurnar og Solla fjarri góðu gamni....... Takk fyrir complimentið en að vera líkt við hana ömmu er nú ekkert neme gaman. Knús norður.

Vilborg Traustadóttir, 20.12.2008 kl. 23:01

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

....ekkert NEMA gaman..... átti þetta að vera auðvitað! Þumalputtarnir eru tíu á mér stundum! En æðislegt að fá jólatré frá fyrstu hendi. Það er svo fallegt og hugulsamt. Þetta jólatré er sannkallað kærleikstré.

Með ósk um gott gengi í Norðurporti í dag líka.

Vilborg Traustadóttir, 21.12.2008 kl. 12:58

3 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk, erum að byrja og allir í stuði með jólasveinahúfur  jólatónlist og gaman

Hulda Margrét Traustadóttir, 21.12.2008 kl. 13:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband