Af heimasíðu Norðurports.

Nýjustu fréttir.

Ákveðið hefur verið að flytja starfsemi Norðurports niður á Laufásgötu í húsið þar sem Sjóbúðin var lengst af til húsa. Eftir töluverðar bollalengingar og útreikninga, þorði ég ekki að leigja lengur á Dalsbrautinni, sér í lagi þar sem rólegir mánuðir eru framundan. Allt gekk þetta þó upp að mestu en stofnkostnaður var þó nokkur. Sem fólst aðallega í borðplötum, uppsetningu á vaski og flutningum á svæðið. En þarna verður leiga viðráðanlegri.

Húsnæðið í Laufásgötunni hentar vel fyrir þessa starfsemi og ef maður hugsar um staðsetningu er hún mjög góð að mörgu leiti og svo er ekkert lengra að skreppa þangaði en að fara í Hagkaup eða Bónus svo dæmi séu tekin. Í sumar er svo vænlegt að horfa til ferðafólks.

Nú verður farið í það af krafti að flytja, þrífa og gera húsnæðið huggulegt og væntanlega verður opnunarhelgi númer. 2  hjá Norðurporti helgina 31.janúar og 1.febrúar.

Nú er bara að vona að Norðlendingar haldi áfram að vera jafn duglegir að mæta og í desember. Áfram verður stefnt að fjölbreyttum og skemmtilegum markaði og tíminn notaður til þess að reyna að auka við vöruúrval í Norðurporti.

Það verður gaman að hitta ykkur aftur !

http://nordurport.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært hjá þér Margrét

Linda (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 23:46

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk Linda mín, við verðum nú að fara að hittast og rabba !

Hulda Margrét Traustadóttir, 7.1.2009 kl. 07:23

3 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Magga. Hvar er þessi Laufásgata?

Haraldur Bjarnason, 7.1.2009 kl. 18:10

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Laufásgata 1. Fyrsta hús í götunni fyrir neðan Oddvitann ! Erum að byrja að rífa og tæta og taka til hendinni, þarf margt að gera þar.  Langt blátt hús, Sjóbúðin var þarna til húsa.

Hulda Margrét Traustadóttir, 7.1.2009 kl. 19:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband