8.1.2009 | 07:20
Í góðum gír.....hmmmm......
Eftir pirrings gusuna í gær byrja ég á ljúfu nótunum
Spakmæli dagsins:
Trúin veitir okkur þá vissu
að hvað sem bíður okkar í
framtíðinni sé þekkt af Guði
og undir hans stjórn.
Þegar ég vaknaði var ég stirð í öllum skrokknum. En það var gott að leggjast á koddann í gær, þreytan leið úr manni og líðanin góð eftir strangan dag. Ég fer á göngu á eftir og þá lagast stirðleikinn.
Það fer svolítið í taugarnar á mér allt þetta tal um "Nýja Ísland" það er ekkert hægt að mata okkur á því að nú sé komið hið "Nýja Ísland" og allt verði gott á ný. 'Island er ekkert nýtt. Bankarnir heldur ekkert nýir....það væri betra að finna upp alveg ný nöfn á þá og gleyma gömlu nöfnunum. En landið okkar heitir Ísland og engin skal fá mig til að segja að það sé eitthvað nýtt Það þarf að leysa hér mörg mál og það verður gert á Íslandi, vonandi tekst það, hvernig og hvenær sem það verður.
Jæja - Margrét snúa við blaðinu. Vera jákvæð Mig dreymdi að vísu ekki sumar og sól - bara ekkert sem ég man eftir núna !
Eftir göngutúrinn á eftir verð ég aftur hress og kát og tilbúin í daginn Vona að þið njótið hans - það ætla ég að gera
Athugasemdir
Þetta tuð um "Nýja Ísland" er í besta falli viðleitni veruleikafirrtra stjórnmálamanna til að breiða yfir eigin hrakfallasögu.
Hálmstrá sem heldur þeim ekki uppi vegna þess að skynsamt fólk eins og þú og ég sjáum í gegn um þetta óráðshjal þeirra!
Ísland er land þitt.
Nýja Ísland er í Kanada.
Vilborg Traustadóttir, 8.1.2009 kl. 12:42
Mikið rétt, það er í Kanada. Landið "okkar" heitir Ísland og ekkert meira með það, en vonandi verða þessar hrakfarir til þess að kenna þeim sem ráða eitthvað. Það eru þeir sem þurfa að læra - ekki alþýðan í landinu sem hefur hingað til þurft að halda að sér höndum Og enn meira eftir því sem tíminn líður.
Hulda Margrét Traustadóttir, 8.1.2009 kl. 13:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.