Fyrstu þrif....

.....gengu vel í dag, við þrifum alla glugga og hillur og eldhús og skápa. Fengum rafvirkja til þess að kíkja á hvernig mál standa með rafmagn og perur og ætlar hann að fara í málið fyrir okkur.

Það komu nokkrir gestir og fólki finnst við bjartsýnar að ætla að opna um mán. mótin. En hingað til hefur maður farið þetta á bjartsýninni og vinnu framlaginu einu saman. Svo ég hef ekki áhyggjur af því að það takist ekki. Klárum helstu þrifin á morgun og þá er komið að málningu. Hún Solla var svo heppin að ná í gólfmálningu fyrir lítið og svo ætlum við að henda saman hinum ýmsu málningarafgöngum og mála ! Svo kom til okkar kona sem ætlar í vinnugallann og hjálpa okkur í vikunni, hef aldrei séð hana áður en Solla þekkir hana og hún bauð sig fram til hjálpar. Leist greinilega vel á framtakið. Það er sem ég segi, samhugur og samhjálp er það sem gildir þessa dagana.Smile

Svo væri kannski ekki úr vegi að athuga hvort einhverjir sem eru atvinnulausir væru til í að koma og rétta okkur hjálparhönd. Okkur vantar handlagna menn til að færa eitt naglfast borð um set og setja upp annað ......Svona bara fyrir ánægjuna og fara aðeins út. Frítt kaffi !Sem sagt, öll hjálp vel þegin. Svo er ég með eina listræna stúlku í huga til að hjálpa mér að búa til "logo " fyrir Norðurport og hanna skiltið sem er utan á veggnum. Wink

Þetta tekst, það er ég viss um ....og þetta er svo gaman.....

Ætla að slappa af í kvöld með mínum og sjá undankeppnina í Eurovision....

Þangað til næst - farið vel með ykkur og kúrið ykkur inni í hlýjunni á meðan frostið bítur úti Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband