11.1.2009 | 08:16
Horfðu...
....tilbaka á það sem þú hefur
nú þegar komið til leiðar.
....upp og trúðu því að
himininn verði heiður.
...niður til að vera viss um að
þú farir réttu leiðina.
...fram á við og krefstu sigurs
yfir sérhverri hindrun.
Þetta eru góðir punktar.
Það er kalt úti og kastar smáéli hér fyrir utan. Þá er notalegt að fá sér kaffibolla og kíkja í blöðin. Les þau nú yfirleitt í tölvunni nema Fréttablaðið sem berst ekki svona snemma á sunnudagsmorgni. Svo er ósköp notalegt að láta það eftir sér að lúra aðeins lengur með góða bók. Meiri morgunhaninn sem ég er að verða !
Horfði auðvitað á fyrsta þáttinn í undankeppni euorovision.....svona allt í lagi...mér leist ágætlega á Jóhönnu Guðrúnu, hún syngur mjög vel og lagið sem Edgar Smári söng var nokkuð gott, en maður þarf að heyra lögin aftur, þau gripu mann ekki alveg svona strax. En það eru samt oft bestu lögin.
Best að skella sér í lestur og láta líða úr sér fyrir átök dagsins sem hefjast samt ekki firr en eftir hádegið, en þá verður haldið áfram í þrifum í Norðurportinu.
Njótið sunnudagsins og farið vel með ykkur
Ef einhvern langar "gasalega" að aðstoða smá (Akureyri er staðurinn)....hafið samband á netfangið margr.tr@simnet.is
Kveðja, Margrét
Athugasemdir
Gott spakmæli! Gangi ykkur vel þrifabuskur!
Vilborg Traustadóttir, 11.1.2009 kl. 14:57
Sammála með júró. Var hrifin af lögunum sem ekki fóru áfram. Svo þegar ég heyrði lagið með Jóhönnu Guðrúnu í morgunn fannst mér það alveg eins og norska lagið frá í fyrra. Vonandi verður þetta skárra næst...
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 15:59
Vonandi betra næst- en alltaf skemmtilegt að fylgjast með
Hulda Margrét Traustadóttir, 11.1.2009 kl. 17:33
Ég var hrifin af laginu hans Valgeirs og flutningnum á því og líka af laginu sem Heiða flutti. Það fannst mér vinna mest á eftir því sem maður heyrði það aftur.
Ég var alveg sátt við lögin sem fóru áfram en fannst textinn á laginu hans Heimis (Edgar Smári söng) væminn og klisjukenndur.
Gaman að þessu samt.
Vilborg Traustadóttir, 11.1.2009 kl. 20:40
Jóhanna Guðrún er að fá góða dóma erlendis!!
Stella (IP-tala skráð) 12.1.2009 kl. 09:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.