12.1.2009 | 07:10
Lífið er lærdómsferðalag...
..og við lærum af því að taka
ákvarðanir . Ef við stöndum
aldrei frammi fyrir stórum
ákvörðunum, þá myndum við
ekki læra mikið.
Þannig byrja ég daginn með spakmæli dagatalsins góða.
Það var svolítið þreytt kona sem kom heim eftir vinnutörn gærdagsins. Þær eru orðnar margar sápuvatnsföturnar með hnausþykku svörtu rykvatninu sem hafa verið tæmdar. Og alltaf lagast loftið í húsinu. Það heimsótti okkur kona í gær sem sagði að þetta húsnæði væri svo utanumhaldandi Gott að heyra það. Næst er að safna afgangsmálningu og byrja að mála þar sem þarf.
Eftir Dauðahafs-saltbað og gott krem hátt og lágt lagðist ég inní rúm, líkamlega þreytt en ánægð með daginn. Ef maður trúir ekki á það sem maður er að gera væri tilfinningin ekki svona góð. Auðvitað er maður ógnar bjartsýnn sérstaklega á þessum tímum en hvað ætti maður að gera ? Sitja heima og bíða eftir því að vinnan komi til manns ??....Ég held ekki, það er ekkert verið að auglýsa eftir fólki þessa dagana.
Í dag er líkaminn í ágætu standi, þrátt fyrir að ég hafi legið á fjórum fótum, prílað uppí stiga og allt þar á milli. Fluttningar á borðum og ýmsar tilfærslur þar með taldar. Ég vona að Solla sé við hestaheilsu þrátt fyrir allt erfiðið.
Nú ætla ég að líta í bók, það geri ég gjarnan svona á meðan dagurinn heldur innreið sína.
Megið þið eiga góðan mánudag öll sem eitt
Athugasemdir
Fer maður á fætur svona snemma ótilneyddur? Ég svæfi sko enn á mínu græna ef ég gæti.
Anna Guðný , 12.1.2009 kl. 08:47
Gott að allt gekk vel og tek undir með Önnu Guðnýju. Ég er ekki morgunhani!!!
;-)
Vilborg Traustadóttir, 12.1.2009 kl. 11:54
Úbbs...dúllurnar mínar, lognaðist aðeins útaf aftur....og leið vel á eftir. Greinilegt að ég þarfnaðist meiri svefns ...
Hulda Margrét Traustadóttir, 12.1.2009 kl. 19:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.