13.1.2009 | 07:19
Þú uppskerð eins og þú sáir.
Ef þú sáir kærleika.
uppskerðu kærleika.
Ef þú sáir vinsemd.
uppskerðu vinsemd.
Ef þú sáir fyrirgefningu,
uppskerðu fyrirgefningu.
Þannig hljóðar dagatalið fyrir daginn í dag.
Átti dag reddinga og ýmissa verka hér heima í gær. Það var líka gott að staldra við og hugsa aðeins um hvernig dæmið Norðurport lítur út, það er að ýmsu að hyggja. Svo er stefnt á málningu eftir hádegið í dag.
Ég var eitthvað alveg í þörf fyrir einn dag heima eftir helgina. Enda held ég að einn "hvíldardagur" sé manni nauðsynlegur. Verð að viðurkenna að bakið er svona smá stíft eitthvað...hmmm.
Óska ykkur gleði og gæfu í dag
Athugasemdir
Næstu 4 Eurovision lög eru komin inn á www.ruv.is/songvakeppni
Ekki spennandi lög hmmmm..
Stella (IP-tala skráð) 14.1.2009 kl. 09:36
Var að hlusta, þetta eru svona sæt lög, ekkert sérstök ....bíðum eftir fleirum... Knús, mamma
Hulda Margrét Traustadóttir, 14.1.2009 kl. 11:14
Lagið sem Heiða Ólafs syngur þarf einhvern veginn að komast áfram. Það er öflugt. Betra líf!!!
Vilborg Traustadóttir, 14.1.2009 kl. 15:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.