Vera má að kærleiksverk...

...og vinarþel breyti engu um

rás sögunnar en breyti það

lífi fólks til hins betra skiptir

það miklu máli.

Svo mörg voru orð dagatalsins í dag.

Það er kærleiksverk að senda íslenskar lopaflíkur til Bretlands. Vonandi komast þær í hendur réttra aðila sem fyrst.

Það er líka kærleiksverk að hjálpa náunganum og það gefur manni góða tilfinningu að rétta hjálparhönd.

Kærleiksverkin geta verið af svo mörgum toga.

Það heimsótti okkur í Norðurport í gær kona sem ég þekki hún Anna Guðný, bloggari og með henni kom önnur sem er nýbúin að missa vinnuna sína. Hún var að bjóðast til að hjálpa okkur til þess að hafa nú eitthvað að gera. Ég hef aldrei séð hana áður en við erum fegnar að fá hjálp. Þetta kalla ég kærleiksverk.

Það er líka kærleiksverk að mæta með kerru í Norðurport eins og hann Elli gerði í gær og fjarlægði fyrir okkur allt ruslið sem við þurftum að losna við

Einnig er það kærleiksverk að gefa okkur alla þá gólfmálningu sem við þurfum.

Og kærleiksverk að koma og gefa okkur næringu á miðjum vinnudegi eins og Ólöf gerði í gær.

Líka kærleiksverk af Helen að vilja leggja okkur lið. Wink

Það er líka kærleiksverk að standa allan daginn með málningarrúlluna í höndunum og mála eins og hann Addi er að gera í Norðurporti þessa dagana. Smile

Svo er bara að vona að maður geti bætt fyrir kærleiksverkin í staðinn - einhvern daginn !

Það er svo notalegt að hugsa um öll kærleiksverkin sem okkur voru færð í gær.

Við Solla erum mjög glaðar og þakklátar.

Megið þið eiga góðan dag Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er gott að eiga góða að, gaman að sjá hvað það eru margir að aðstoða. Vildi að maður gæti lagt hönd á plóginn!!

Stella (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 08:20

2 Smámynd: Anna Guðný

Takk fyrir mig í gær. Var að setja inn myndir hjá mér. Málið er bara að kreppuvélin er orðin hundleiðinleg og tekur svo misjafnar myndir.

Ég held að það séu fleiri svona eins og Snezana sem hafa ekkert að gera og vilja gjarnan hjálpa til. Það þarf bara að koma þessu fólki saman. Ég telst heppin að þekkja í öllum hópum.

Eigðu góðan dag Margrét mín.

Anna Guðný , 16.1.2009 kl. 09:43

3 Smámynd: Anna Guðný

Heyrðu þú veist um kaffið á sunnudag. Sjáumst þá

Anna Guðný , 16.1.2009 kl. 09:46

4 identicon

Oft þarf ekki mikið til að gleðja aðra. Uppörvandi bros, hughreystandi orð eða bara lítil kærleiksverk eins og þú kallar þau. Hins vegar erum við mannfólkið oft ansi nísk á þetta þó að þetta kosti okkur ekki neitt.

Það er gaman að fylgjast með hvað vel gengur hjá þér!

Drífa Þöll (IP-tala skráð) 16.1.2009 kl. 10:02

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Stella mín, þú sendir okkur bara góðar hugsanir í staðin. Veit að þú hefðir nú verið "múttu" innanhandar hefðir þú verið á svæðinu.

Anna Guðný, kem til með að hafa samband við hana Snezönu um helgina. Takk fyrir að skella inn myndum frá Norðurporti. Kem í kaffi bloggara ef ég hef tíma

Takk Drífa mín, rétt hjá þér að við mættum gera meira en ég veit hinsvegar að þú ert góð og gjöful. Gangi þér sem best með bumbubúana - maður fer nú að verða ansi spenntur   Frænkan biður að heilsa þeim

Hulda Margrét Traustadóttir, 16.1.2009 kl. 10:52

6 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

"Kristilegu kærleiksblómin spretta, kring um hitt og þetta" ( Halldór Kiljan Laxnes)

Hva ekker blogg í dag?

Vilborg Traustadóttir, 17.1.2009 kl. 15:26

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Komið blogg væna.....

Hulda Margrét Traustadóttir, 17.1.2009 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband