Sunnudagskvöld...

Fengum góða gesti í síðbúin hádegisverð en þar var annar tengdasonurinn á ferð ásamt elsta barnabarninu en þau voru búin að una sér á skíðum í Hlíðarfjalli síðan á föstudag. Auðvitað gómsætur réttur að hætti húsbóndans.

Síðar fór ég og kláraði að mála það sem ég hálfkláraði á föstudaginn og hitti nokkrar af Norðurportskonunum sem ætla að vera með. Þetta gengur allt en ekki laust við smá stress þegar maður hugsar til þess að það eru ekki nema tæpar tvær vikur til áætlaðs opnunar dags að Laufásgötu 1. En ég er sannfærð um að það tekst. Þetta lítur vel út.

Selma kom svo með allskonar góss - við höfum hugsað okkur að vera með eitt borð til styrktar Norðurporti, safna saman allskonar dóti en hagnaðinn (ef einhver verður) gætum við svo notað til þess að styrkja reksturinn. Wink

Spakmæli dagatalsins í dag.

Þegar við vitum að Guð elskar okkur,

vitum við að allt verður í lagi.

Megi kvöldið verða ykkur ljúft og vinnuvikan góð Heart

Rósir handa öllum þeim sem hafa unnið hörðum höndum í Norðurporti í vikunni sem er að kveðja.

Góða nótt !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Alltaf gaman að fá góða gesti.

Saknaði þín í dag en þú getur ekki verið á tveim stöðum

Anna Guðný , 18.1.2009 kl. 20:41

2 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Góða nótt þarna í nyrðra!

Vilborg Traustadóttir, 18.1.2009 kl. 22:39

3 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 19.1.2009 kl. 11:47

4 identicon

Það var gaman að koma í hemsókn og fá svona góðan hádeigismat amma :)

Tinna barnabarn (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband