20.1.2009 | 11:08
Kærleiksvottur....
Svolítill kærleiksvottur getur
skipt mjög miklu máli.
Þetta segir í spakmæli dagsins og mikill sannleikur í því.
Það var gaman að frétta aðeins af henni Silju Dögg, hér neðar, ég hugsa svo oft til þessara stelpna sem unnu með mér. Silja er hrein og bein og hress og skemmtileg stelpa. Ég verð eiginlega að láta Norðurportið ganga ofurvel til þess að ég geti ráðið mér sumarfólk !
Ég var búin að ræða svolítið um kærleiksverk en kærleiksvottur er líka til og það að fá svona skemmtileg skilaboð er svo sannarlega kærleiksvottur. Einnig öll fallegu tölvubréfin og hringingarnar frá firrum samstarfsfólki og núverandi samstarfsfólki sem er annt um að Norðuport byrji á ný.
Dúllurnar mínar, er með núðlur í potti og útá þær skelli ég Thai sósu, sterkri og góðri- ein ristuð með. Fínt. Svo er ég rokin út að labba áður en vinnudagur hefst fyrir alvöru.
Það kemur auglýsing í Dagskránni á morgun um opnunarhelgina. Kíkið endilega á það !
Njótið dagsins sem mest og best
úbbs....mér varð einhverstaðar á í messunni - einhverstaðar klikkað á spakmæli dagsins en spakmæli dagsins í dag er:
Hrós hvetur meira en
hagnaðarvon. Ánægt fólk er
kraftmikið fólk.
Þar með er það leiðrétt. Sé að ég setti sama spakmælið tvo daga í röð. Alveg utan við mig þann daginn Legg út af hrósinu á morgun !
Athugasemdir
Hæ dúlla.
Gangi ykkur vel að koma upp Norðurportinu, þetta er ekkert smá átak hjá ykkur portkonunum. Það verður spennandi að fylgjast með þessu vaxa og dafna.
Ég stalst til að tengja þig inn á bloggið mitt, vona að þér sé sama.
Kveðja Brussulina.
Helen (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 11:24
Velkomið Helen mín. Gott að heyra frá þér. Já, við erum þrjóskar sem andsk....sorry ! og trúum á að þetta gangi...sjáumst
Hulda Margrét Traustadóttir, 20.1.2009 kl. 11:40
Og takk fyrir sendinguna Helen Kemur sér ekki smá vel á lokasprettinum.
Hulda Margrét Traustadóttir, 20.1.2009 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.