21.1.2009 | 07:13
Nætursvefninn ekki alveg vær og góður...
Ég vissi af mínu fólki á vettvangi í miðbæ Reykjavíkur og þegar ég var að reyna að sofna, var aftur að fjölga fólkinu í mótmælendahópnum. Þá vissi ég að þetta yrði mér og fleirum ekki svefnsöm nótt. Mér varð hugsað til maka lögreglumanna og barna sem biðu heima og allra hinna mæðra, feðra og skyldmenna þessa fólks. Mér leið illa og verð að viðurkenna að ég var hrædd. Maður sá þessar myndir úr fréttunum svífa fyrir augunum og óskaði þess eins að þessu lyki.
En svo veit ég líka að þarna var fólk sem söng og var glatt. Kom þó saman til þess að láta óánægju sína í ljós. En einhvernvegin fáum við sem heima sitjum ekki að sjá þá hlið. Það væri nú gott ef einhver fréttamaðurinn tæki upp á því að sýna okkur hina hliðina ! Gleðina - samstöðuna.
Eins og ég hef áður sagt hér, skil ég að margir eru reiðir en lögreglan er hluti af okkur fólkinu í landinu og er að sinna skyldustörfum sínum, til þess líka að vernda okkur hin. Ráðumst ekki að þeim með illsku. Það er ekki þessu fólki að kenna hvernig komið er.
Megi Íslendinga bera gæfu til að fara í gegn um þessa erfiðu tíma án þess að skaða meðborgara sína.
Spakmæli dagsins í dag á afar vel við:
Kenndu barninu þínu
með góðu fordæmi.
Svo ætlaði ég að tala aðeins um hrós, gleymum ekki að hrósa fólki fyrir það sem vel er gert við erum alltof spör á það. Eitt lítið hrós getur gert daginn mun ánægjulegri
Njótið dagsins kæra fólk og styðjum hvort annað á jákvæðan veg og munum eftir kærleikanum hvort til annars
Athugasemdir
Heyr, Heyr! sammála
Magga (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 08:33
Ég ætlaði aldrei að sofna og það fyrsta sem mig langaði að gera þegar ég kom heim var að knúsa strákana mína.
Langur og erfiður dagur sem þetta var í gær..
Stella (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:20
Og jólatréð fór á bálið í lokin.
Vilborg Traustadóttir, 21.1.2009 kl. 16:58
Þið eruð hetjur Væna mín. Erfitt starf sem þið eruð að inna af hendi innanum landa ykkar. Taka verður með í reikninginn að fólk í þessari stétt hefur líka orðið fyrir barðinu á kreppunni. En þarf samt að gegna skyldum sínum - auðvitað. Knús til ykkar í þessum erfiðleikum öllum.
Vilborg í lagi með tréið en verra með bekkina.
Hulda Margrét Traustadóttir, 21.1.2009 kl. 18:25
Já, sammála þér með bekkina, fannst sárt að sjá þá á bálinu.....Ég er svo með því að við mótmælum, en skemmdarverk á okkar eignum, skemma bara fyrir. Og ofbeldi á alls ekki að eiga sér stað, hvorki frá okkur né Lögreglunni.
Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 22.1.2009 kl. 00:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.