22.1.2009 | 06:59
Táragas...
Var nokkuð annað að gera í stöðunni, þegar fólk er farið að fá útrás í því að grýta lögregluna, þá er auðvitað ekki um annað að gera en reyna að stöðva leikinn. Það er sárt að menn innan lögreglunnar slösuðust. Mótmæli eiga að vera mótmæli - ekki skrílslæti.
Táragasi beitt á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fyrst var skotið táragasi. Þá fauk í mótmælendur og múrsteinum var kastað ( af einhverjum örfáum hræðum) Hluti mótmælenda sló skjaldborg um lögregluna til að varna því að fólk grýtti hana.
Alltaf best að hafa staðreyndir á hreinu áður en dæmt er !
Snúður (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 07:37
Um að gera að hemja þetta lið... búið að vera að stugga við lögreglu allan daginn, skemmandi eignir almennings og þar fram eftir götunum. Það er engin réttlæting að láta það viðgangast. Þetta átti að gera strax í upphafi!
Freyr (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 07:38
Þá voru þetta friðsamleg mótmæli, það hefði verið útí hött. Ég veit ekki hvernig þetta endaði þannig að ég veit ekki hvort þetta hafi verið réttlætanlegt eða ekki
Sunna Siggeirsdóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 08:44
Það er ekki að mínu skapi að grýta lögreglu hvort sem er með skyri, eggjum eða grjóti.
Mun áhrifaríkara að gera ekki neitt annað en tromma og syngja.
Vilborg Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 13:14
eins og hann snúður sagi herna í fyrstu athugasemd þá var táragasinu beitt áður en múrsteinum var hent
anita (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 15:48
Mæli með ættjarðarsöngvum og trommuslætti. Það er sterkast. "Ég vil elska mitt land..." "Öxar við ána..." " Hver á sér fegra föðurland...." og öðrum slíkum söngvum, ljóð sem allir lærðu í skóla. Ég fann fyrir tárum í augum þegar fréttaþulur sagði áðan í fréttum Rúv "Fólk stendur nú á Austurvelli og syngur ættjarðarsöngva. Það var lagið - það virkar. Ekki grjótkast og ekki líkamsmeiðingar, þá verður heldur ekki táragas eða annað ! Áfram á þeirri braut.
Megi kvöldið verða slysalaust fyrir alla.
Hulda Margrét Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 20:10
Ég söng þessi lög o.fl en það kafnaði í trumbuslætti. Mér finnst það við hæfi að syngja og hafa gaman af þessu í bland við alvcörutóninn að baki.
Vilborg Traustadóttir, 22.1.2009 kl. 21:27
Eins og ég bjóst við þegar ég mætti til vinnu í morgun ogheyrði fréttir næturinnar þá var hér ekki um mótmælendur að ræða í skilningi þess orðs. Þarna var á ferðinni ógæfufólk sem alltaf er upp á kant við lögreglu og smegir sér inn meðal múgsinns til að komast að lögreglunni og fá þar útrás fyrir ofbeldishneigð sína og hatur. Ég þakka þeim sem slóu skjaldborg um lögregluna þegar hún var grýtt fyrir að leggja sig í hættu til að koma í veg fyrir enn meiri átök. Því var hvíslað að mér að þar hefði farið amk.einn úr ættinni.
Magnús H Traustason, 22.1.2009 kl. 23:18
Flott með sönginn Vilborg, ég hefði nú aldeilis sungið með þér..
Já Mángi, það er líklegt að þarna hafi verið um slíkt að ræða, ógæfufólk a.m.k. að miklum hluta. Ég var afar stolt af því fólki sem sló skjaldborg um lögregluna, það voru hetjur þessa dags fyrir mér. Gott að vita af ættingjum í lögreglunni og skjaldborgarhópnum ! Þökk sé þeim og ég held að þetta hafi slegið meiri ró á mótmælendur og hér eftir verði mótmælt með meiri friði Sem betur fer !
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 09:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.