22.1.2009 | 07:13
Nýr dagur....
Spakmæli dagsins:
Það sem lítur út fyrir
að vera leiðarlok er oft
bara beygja á leiðinni.
Það er ennþá mikið að gera í Norðurporti og sennilega verðum við búnar að þrífa sjö sinnum áður en yfir líkur í gær var verið að mála gólfið í kaffistofunni og mikið held ég að þetta verði fínt.
Vonast til þess að í dag hitti ég listakonu sem ég talaði við og við buðum að sýna í Kaffi Port. Það yrði hennar fyrsta sýning á sérstökum verkum ! Meira síðar um það mál.
Búið að auglýsa opnunarhelgina og fólk byrjað að hringja og bóka sig
Sunnudagurinn verður líklega allsherjar tiltektardagur og eldhúsið hjá Sollu gert tilbúið ! Þetta er spennandi og verður gaman þegar sölufólk er komið í hús. Það er reyndar einn fastur kúnni mættur á svæðið og farin að koma sér fyrir....
Hver dagur hefur ærin verkefni og gott að vakna og hlakka til vinnudagsins. Eins og áður er að mörgu að hyggja.
Eigið sem bestan dag kæru bloggvinir og aðrir sem hér líta við og munum að hafa nóg af kærleika til hvors annars í dag sem og aðra daga
Athugasemdir
Það er alltaf gott að líta í kringum sig og beygja í rétta átt.
Magnús Sigurðsson, 22.1.2009 kl. 11:13
Hæ skvíss
ja mig hlakkar sko til helgarinnar ...þá fer að komast mynd á Kaffi Port
svo þegar að við opnum verður fullt af góðgæti (heimabökuðu) til sölu og svo að sjálfsögðu ..
....mínar LANDSFRÆGU vöfflur...
ásamt kaffi kakó og gosi..
knús til þín...kv Solla
Sólveig Bragadóttir (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 23:42
Maður fær vatn í munninn eftir síðustu færslu!!
Vilborg Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 00:35
Goyy að heyra Tinna Ég stend með ykkur í að tromma og syngja, því ekki getur neinn maður verið ánægður með það sem hefur gerst í landinu OKKAR. Gott að láta í sér heyra.
Gangi ykkur/okkur vel í friði og spekt.
Solla, þetta er að verða spennandi. Annars datt ég illa í hálkunni í gær. var að fara út með hundinn. Datt og bar fyrir mig hægri hendina....finn til en held ég sé ekki brotin .......
Já Vilborg, alveg óhætt að fá vatn í munninn Kaffi Port verður flott....
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 06:47
Gott að heyra...er slöpp í hægri hendinni .......
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 06:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.