23.1.2009 | 06:55
Hvernig við bregðumst við
því sem gerist í kringum okkur
er undir okkur sjálfum komið.
Spakmæli þessa föstudags og hittir í mark eins og alltaf.
Ég varð fyrir því óláni að detta í gær í hálkunni hér fyrir utan blokkina. Var að fara á kvöldgöngu með Dalí og það var eins og kippt væri undan mér fótunum og ég skall aftur fyrir mig og bar auðvitað fyrir mig hægri höndina. Lá þarna eins og auli, rennandi blaut og skældist til baka, frekar aum. Ég fann mikið til í nótt en held ég sé ekki mikið bólgin. Vonandi bara mar Má sko ekki við neinu svona núna !
Sökum stirðleika í hendinni læt ég þetta duga núna
Njótið dagsins kæra fólk og munum eftir kærleikanum
Athugasemdir
Æ ekki gott að heyra. Ég er búin að vera á mínum fjallaskóm síðustu daga og þeir virka sko vel.
Reyndu að slaka á svo þér líði betur.
Anna Guðný , 23.1.2009 kl. 07:54
Sumarstarf á norðurporti hljómar vel:) ... eitt er allavega víst að okkur mundi nú ekki leiðast:) Já þetta er ljóta bullið með árasirnar á lögguna líst ekkert á þetta!! Kíktu á þetta var nú hugsað til stelpnanna í bankanum þegar ég skrifaði þetta. http://landpostur.is/news/bjorgolfur_i_gjaldkerann_og_geir_i_logregluna/ Hafðu það sem allra best og sjáumst á opnum norðurportsins:)
Silja Dögg (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 10:04
Góður pistill þetta Silja. Já, þetta er rugl með ofbeldið. Sjáumst annan laugardag Silja mín
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 10:13
Æi, vonandi lagast þetta sem fyrst, farðu vel með þig Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 23.1.2009 kl. 13:11
Láttu kíkka á þetta!
Vilborg Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 22:26
Reyni að sofa nóttina og sé til.....er að reyna að spara mér 5.þúsund kallinn bara til að þeir segi mér að þetta sé mar, sem ég held....
Hulda Margrét Traustadóttir, 23.1.2009 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.