26.1.2009 | 07:31
Bros....
Spakmæli dagsins:
Hvað er Það sem engri annarri lifandi
veru er fært að gera nema manninum ?
Að brosa. Guð gaf manninum þá
einstöku gjöf að geta brosað.
Leiðum huga okkar að því að eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.
Ringulreið í þjóðmálunum áfram og best að tjá sig sem minnst um það. Er einfaldlega ekki nógu mikill pólitíkus. En eins og hugur minn segir mér núna, vona ég að nýtt afl bjóði sig fram og þar verði menn með ferskar hugmyndir, svo alvöru uppstokkun geti átt sér stað. Allt hitt orðið þreytt og lúið og endalaust sami grautur í sömu skál, ef svo má segja.
Síðasta vika fyrir opnun númer tvö í Norðurporti að renna upp svo nú er að láta hendur standa frammúr ermum sem aldrei firr. Nú er það Laufásgata 1 ( áður Sjóbúðin á Akureyri). Dagurinn í gær nýttist ágætlega við gardínusaum og fleira. Enn er þó nóg að gera.
Njótið vinnudagsins kæra fólk
Athugasemdir
Magnús Sigurðsson, 26.1.2009 kl. 07:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.