Dúklagning....

Vilborg systir hló mikið í morgun þegar ég sagði henni í morgunspjalli að líklega þyrftum við konurnar bara að dúkleggja klósettgólfið í Norðurporti sjálfar - dúkahnífur hefur verið fengin að láni og við höldum að við þurfum engan karlmann í verkið heldur gerum við þetta bara, þó annað eins höfum við aldrei glímt við.

Ég fékk svona smá - innilokunarkennd þegar ég hugsaði um að skríða þarna og reyna að skera úr fyrir klósettgötunum (gólfflöturinn er svo lítill) og svo hvarflaði að mér að við myndum kannski festast þar á bakvið LoL bara af því að við erum svo lagnar heheh.. Solla var voðalega hæversk og talaði lágum rómi þegar hún hvað okkur Elspu í kútinn og sagði "Ég sé þetta nú ekki alveg fyrir mér"

Hm....kannski fáum við einhvern í verkið Pinch ! Fram að því að Solla laumaði þessu útúr sér,vorum við alveg galvaskar. Solla er líka betri en engin með borinn og á allar mögulegar græjur sjálf, en fyrst hún treysti sér ekki í dúklagningar er Þetta nú sennilega rétt hjá henni. Maður verður bara að kyngja því. Læt ykkur vita ef við þurfum að munda dúkahnífinn.

Það er semsagt eftir og fáeinir aðrir hlutir. Í dag verður svo sett upp sýningin í Kaffi Port.

Spakmæli dagsins í dag á því vel við hér.

Sá sem viðurkennir mistök sín

og leitast við að leiðrétta þau

getur sagt með sanni að hann

sé vitrari í dag en í gær.

 

Njótið dagsins kæra fólk, bjartur er hann og fagur, allavega hér norðan heiða Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott að það var ekki dúkaLÍM með í pakkanum! Hefðuð getað fest ykkur í því og-fan á allt annað! Gangi ykkur vel. He he he.......

Vilborg Traustadóttir, 29.1.2009 kl. 12:44

2 identicon

Þetta fór nú allt saman vel að lokum sko ..og einginn festist en Margret segir ykkur örugglega frá því ...kv Solla

Solla (IP-tala skráð) 29.1.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband