4.2.2009 | 21:04
Ég verð að segja....
...hlustaði á stefnuræðu Jóhönnu forsætisráðherra - fann fyrir von í brjósti - slökkti á argaþrasinu og fór út að labba í köldu en fallegu veðri.
Megi þeir deila hvor um annan þveran um það sem miður hefur farið. En það er framtíðin sem skiptir máli og það hvernig þjóðin kemst út úr vandanum sem henni var komið í !
Og það liggur í framtíðinni hvernig og hvort við kjósum í vor.
Njótið kvöldsins og næturinnar kæru landar mínir, megi framtíðin leyfa okkur að njóta mannauðsins í landinu okkar fagra Því þar er auðlindin okkar !
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.