8.2.2009 | 20:01
Þreytt á öllu þessu nöldri....
.... þvílíkt leiðinlegt að hlusta á allar þessar kvartanir. Fréttirnar á öldum ljósvakans ættu að kallast "Nöldur".
Ég vona og bið að þessir 80. dagar hjá nýrri ríkisstjórn þurfi ekki að fara í eintómar "krísur" - Frekar þarf að nota tímann í að vinna - eins og við erum að gera úti í þjóðfélaginu - vinna, launalaust ef svo ber undir að einhverju þarflegu fyrir land og þjóð !
Hver er ekki tilbúin til þess að láta gott af sér leiða á þessum síðustu og verstu...ég þekki svo mýmörg dæmi. Akureyri er að skila góðu fordæmi með Norðurporti ! Og örugglega í svo mörgu öðru.
Helgin hjá okkur var góð, mikið af gestum og Matarkistan var að "rokka" eins og margt annað í Norðurporti. (seldum harðfisk frá Darra á Grenivík og soðið brauð, kleinur og flatbrauð sem var sérbakað fyrir Norðurport og samþykkt af heilbrigðiseftirliti Norðurlands) Fullt af afbragðs sölufólki og Kaffi Port var sko aldeilis að skila sínu. Ég hitti í gær vini frá Reyðarfirði og var sagt það, að í uppsiglingu væri eitthvað álíka fyrir austan. Markaðurinn" Fjarðarport" Hm....ekki svo galið að kalla það bara Margrétarport (eða Mögguport)... heheheh...en ég bjó lengi á Reyðarfirði. Þar var yndislegt að vera og ég gerði margt skemmtilegt þar, (held, og vona að þess sé ennþá minnst) eins og svo margir aðrir gerðu hér á árum áður, og gera auðvitað ennþá. Fólkið í þorpinu er að fórna frítíma sínum fyrir félagslífið.
Það var margt skemmtilegt gert í leikfélaginu þegar ég bjó fyrir austan, auðvitað líka hjá þeim sem voru að vinna í kvenfélaginu, björgunarsveitinni, ungmennafélaginu, syngja í kirkjukórnum o.s.f.r.v.....
Á Reyðarfirði býr afbragðsfólk, og ég segi "Það er svo gaman að hitta ykkur aftur og knúsa Reyðfirðingar, Þið eruð einfaldlega frábær !!"
Grínlaust - Ég óska "Fjarðarporti" alls góðs og kem sko örugglega þangað í sumar !
Gangi ykkur sem allra, allra best ! Og bjallið í mig ef ykkur vantar upplýsingar eða stuðning. 618 9295 eða netfang: margr.tr@simnet Ég er búin að verða mér úti um ýmsar upplýsingar um svona markaði síðan ég byrjaði að hugsa um Norðurportið. En það var hún Vilborg systir sem stakk upp á þessu frábæra nafni fyrir okkur hér fyrir norðan. Og hún býr í Reykjavík. Það er svo gott að vera utan af landi og þekkja landið sitt, þ.e .a.s. að vita hvað er norður, suður, austur og vestur !!!
Ég talaði einu sinni við einhvert þjónustuver sem staðsett var í Reykjavík og sagði þegar ég kynnti mig "Þetta er á Reyðarfirði". "Ó", var sagt, hinu megin á línunni - "Hvar er það eiginlega - einhverstaðar fyrir vestan "! ??
Stöndum saman - gerum lífið skemmtilegra !
Njótið kvöldsins og næturinnar
Athugasemdir
Gott að allt gekk svona vel hjá ykkur "portkonunum"!
Vilborg Traustadóttir, 8.2.2009 kl. 23:34
Ótrúlega skemmtilegt hjá okkur. Það var ein sem spurði mig í dag hvað kostaði að vera þarna með bás. Eftir að ég sagði henni upphæðina sagði ég að við borguðum ekkert auka fyrir skemmtunina, enda væri hún á okkar ábyrgð. Ég held að fólk hafi séð hvað var jákvætt og yndislegt eitthvað andrúmsloftið hjá okkur. Sjáumst í vikunni.
Anna Guðný , 8.2.2009 kl. 23:37
Rétt Anna, þetta var skemmtileg helgi og gaman að finna hvað allir eru hjálpsamir hvor við annan og gleðin í fyrirrúmi. Eins og ég hef sagt áður, ef þetta er ekki samstaða þá veit ég ekki hvar hana er að finna
Og svo Vilborg er bara að drífa sig norður og taka þátt í herlegheitunum !
Hulda Margrét Traustadóttir, 9.2.2009 kl. 06:54
Það er satt hjá þér Margrét, ráðamenn "nöldrarar" eru steinrunnin tröll fortíðarinnar. Fólkið sem er að gera daginn sem bestan án þess a spyrja að launum í lok dags eru þeir sem munu koma okkur út úr kreppunni. Mikið væri gott ef svoleiðis fólk veldist í meiri mæli á Alþingi.
Magnús Sigurðsson, 9.2.2009 kl. 09:16
Já, Magnús. Af því að fólkið í landinu veit hver raunveruleikinn er - svo einfalt er það, og kann sem betur fer þá list að reyna að bjarga sér.
Hulda Margrét Traustadóttir, 9.2.2009 kl. 11:36
Gott að heyra að gekk vel..hvaða Reyðfirðinga hittirðu??
Stella (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 16:14
Thelmu Ríkharðs og mömmu hennar og systir sem býr hér
Hulda Margrét Traustadóttir, 9.2.2009 kl. 18:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.