Vek athygli á....

Einfaldlega blogglöt vegna þess að allir eru að karpa við alla og agnúast út í alla. Flestar fréttir ömurlegar og neikvæðar. En tíminn líður og maður er alltaf að vonast eftir einhverju jákvæðu og ég trúi því að það gerist á næstunni.

Á meðan reynir maður að halda dampi og halda sinni rútínu !

Spakmælið í dag er fyrir alla foreldra:

Foreldrar þurfa að vera hvort

tveggja í senn. Seinir til reiði

og fúsir til að elska og fyrirgefa.

Til mín leitaði kona sem er mikil hjálparhella þeirra sem minna mega sín. Hún hefur í gegn um árin tekið að sér að hlúa að lítilmagnanum. Það hefur komið fyrir að hún hafi þurft að berjast fyrir því að koma ólánsfólki undir læknishendur þegar hún hefur komið að því í slæmu ástandi og oft við dauðans dyr. Maður spyr sig, er það forsvaranlegt að kona úti í bæ, skuli þurfa að hafa endalausar áhyggjur af fólki sem hún veit að hefur engan til að leita til ?

Hún er farin að vakta suma einstaklinga og tekur inná sig allar þær áhyggjur sem því fylgja. Hún hefur komið að fólki sem hefur verið ósjálfbjarga líkamlega eða andlega og þurft að berjast fyrir því að koma því á stofnun.

Ég spyr - væri ekki hægt að stofna samtök um þessi mál, þannig að eftir þessu fólki væri litið og tekin ábyrgð á því.

Hennar hugmynd t.d. (vegna fíkniefnaneytenda) er um samtök mæðra sem gætu kallast "Hönd í hönd" Og þar gætu mæður stutt hvor aðra og deilt reynslu sinni. Nú þekki ég ekki mikið til  þessara mála en gott væri að fá smá skoðanaskipti hér. Er eitthvað sem við venjulegir borgarar getum gert til hjálpar og hvernig getum við beitt okkur fyrir því að þessi mál verði skoðuð betur ????´

Mér rennur til rifja að "kona úti í bæ" hafi þessar byrgðar á herðum sínum og hefur lagt mikið á sig við að reyna að berjast fyrir þetta fólk. En ein manneskja þarf fleiri með sér - er það ekki nokkuð rökrétt ?

Mig vantar svör hér !

Njótið dagsins Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Það er svo einkennilegt að það er ekki sama hvað sjúkdómurinn heitir.

Sumir sjúkdómar taka á sig afar ljótar myndir og þá eru ósjálfráð viðbrögð að forðast fólkið sem gengur með þá.

Ég held að svona samtök séu þörf og þegar við erum að tala um líf eða dauða eru þau beinlínis nauðsinleg, eðli málsins samkvæmt.

"Hönd í hönd" er gott nafn og markmiðið væri að taka veika einstaklinga sem eru úti í þjóðfélaginu á einskonar "gjörgæslu."

Ég reikna með að um gæti verið að ræða alkahólisma og/eða ýmsa andlega sjúkdóma sem erfitt er að höndla þar sem fólk leitar sér ekki hjálpar sjálfviljugt þó vilji hafi knnski ekkert með sjúkdóminn að gera!.

Vilborg Traustadóttir, 11.2.2009 kl. 14:47

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Já, þetta er erfitt mál og ég veit að bæði er um fíkniefnanotendur að ræða og alkaholista. Þetta er fólkið sem hefur enga samúð meðborgara sinna, eins og þú segir Vilborg er þetta fólkið sem er með þessa ljótu sjúkdóma sem hinn almenni borgari forðast að umgangast.

En það þarf samt einhvern til þess að fylgjast með þessu fólki.

Mér finnst ekki sanngjarnt að góðhjörtuð kona sinni þessum málum upp á sitt einsdæmi. Hér þarf meira til Ég vísa til þeirrar vonar konunar um að málin verði sett í þann farveg að fagfólk taki við eða einhverskonar samtök verði stofnuð um þessi mál.

Hulda Margrét Traustadóttir, 11.2.2009 kl. 19:27

3 identicon

Það hljóta að vera til leiðir, samtök og annað sem hægt er að leita til, öðru trúi ég ekki.

Það er samt MJÖG erfitt að reyna að aðstoða fólk sem vill ekki láta aðstoða sig og þessi góða kona verður að finna muninn þar á milli, það er ekki hennar að ákveða hvert næsta skref er uppá sitt einsdæmi, þarna verða fagaðilar að koma að, án þess að ég sé að gera lítið úr þessari konu.

Þetta hef ég lært í mínu starfi, eins erfitt og mér finnst það oft, að ég get ekki hjálpað öllum, en mörgum og það verður maður að hafa að leiðarljósi þó það hljómi kannski illa.

Skilaðu kveðju til þessarar einstöku konu og segðu henni að hugsa til þeirra sem hún hefur nú þegar hjálpað á einn eða annan hátt. Það er það sem skiptir máli. Segðu henni líka að ræða viðþá fagaðila í bænu m sem koma að málum fólks sem á við áfengis eða fíkniefnavanda að stríða, í svona stóru bæjarfélagi trúi ég ekki öðru en að þannig aðilar starfi.

En þessi foreldrasamtök eru frábær hugmynd..ekki spurning..

Stella (IP-tala skráð) 11.2.2009 kl. 21:21

4 identicon

sæl Margret

oftar enn ekki er það þannig að enginn hjálpar þeim sem að er hjálpar þurfi, og margsinnis hefur það komið fyrir að ég hef hýst konur í neyð hér heima hjá mér ...konur sem að ekki hafa getað leitað annað ..þannig er þetta bara ,þjóðfélagið er bara svona rotið og margir af þeim sem að virkilega þurfa aðstoð fá hana ekki ..þá er það okkar að koma til aðstoðar, þannig er þetta bara ..kv Solla

solla (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:24

5 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Það er gott að geta hjálpað öðrum Solla og auðvitað gerir maður það ef þarf, en manni finnst einhvernvegin að kerfið sé þarna meingallað. Konan sem ég ræddi um er orðin svo ábyrg fyrir þessu fólki að hún fer daglega til þess að athuga með það. Sumar nætur sefur hún ekki fyrir áhyggjum og það sem verra er, er það að hún þarf oftar en ekki að berjast fyrir því að við því sé tekið inn á FSA, þrátt fyrir að það sé orðið algjörlega ósjálfbjarga .....það er til skammar.

Auðvitað þarf hún ekki að gera þetta er gerir það vegna þess að henni finnst engin annar sinna þessu fólki.

En Stella mín það er það sem er orðið svo erfitt fyrir þessa konu að losa sig við þessa ábyrgðartilfinningu án þess að geta treyst Því að aðrir leysi málin. Aðstoð frá fagaðilum hefur oft verið snúin að hennar sögn og tekið of langan tíma. Og þá kemur hræðslan um að allt verði um seinan. Og svo kemur sektarkenndin á eftir sem hún á ekki skilið að fá. En það er rétt Stella mín, auðvitað á hún að gleðjast yfir hverjum þeim sem hún getur hjálpað. En ekki að láta sér líða eins og hún geri aldrei nóg.

En umræðan er þörf, á því er engin vafi.

Þess vegna held ég að samtök einhverskonar gætu allavega hjálpað hér.

Hulda Margrét Traustadóttir, 12.2.2009 kl. 10:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband