13.2.2009 | 11:39
Spurt skal að leikslokum...undankeppnin í Eurovision á morgun.....
Það gerir lítið gagn að vera með einhverjar auglýsingabrellur í þessu. Besta lagið vinnur vonandi. Einhvertíma tókst það með Silvíu Nótt, að nota allskonar brellur og læti, sem aldrei skyldu verið hafa. Held að fólk hafi lært af því. Vonandi !
Hef trú á nokkrum lögum í þessari keppni en Elektra er ekki með eitt af þeim. Allt í lagi lag, en ekkert frammúrskarandi.
Mín uppá haldslög eru "Easy to fool" og " I think the world of you" (sem er mitt eftirlætislag) og " Is it true" er líka ágætt. Þegar ég heyrði lögin fyrst var lagið með Ingó mitt númer eitt og er ennþá gott en....I think the world....er eitthvað mjög sérstakt.....
Fólk er svolítið að tala neikvætt um það um að lögin séu flutt með enskum texta, en ég segi, er ekki alveg eins gott að þau komi strax fram á því máli sem á að flytja þau hvort sem er ?
Hef oft verið getspök í þessari keppni og við skulum sjá hvað verður núna. Ég trúi því að annaðhvort fyrst töldu lagana af mínum uppáhalds vinni þessa keppni og væri ég mjög sátt með það. En bíðum og sjáum " No hard feelings this time" Nú ef Elektra vinnur með lagið "Got no love "eða einhvert annað lag vinnur verður bara að hafa það, ég ætla ekki að kjósa mig í kaf !
En mikið skal ég njóta kvöldsins - alltaf jafn gaman. Vonandi náum við í Norðurporti í diskinn og getum spilað hann í vinnunni á morgun
Hvað er ykkar uppáhald ? Endilega segið ykkar álit !
Hm...hvað er að engin hefur tjáð sig um þetta í dag, þrátt fyrir ótal heimsóknir á síðuna...kl. 21.54 og......koma svo......
Munu úrslitin ráðast í fjölmiðlum? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
I think the world of you er mitt uppáhaldslag en ég held að Lygin ein fari fyrir okkar hönd!
Vilborg Traustadóttir, 13.2.2009 kl. 22:45
Kántrý lagið greip mig en kannski er það vegna þess að það er svo líkt einhverju sem ég hef heyrt áður. Ég veðja á Its true.
Magnús Sigurðsson, 13.2.2009 kl. 23:00
Hef ekki fylgst nógu vel með lögunum. Get ekki talað um þau með nafni. Þú kannski leiðir mig í allann sannleikann í dag.
Anna Guðný , 14.2.2009 kl. 09:06
Vona að "Is it true" vinni..veðja samt á Elektru, Ingó eða Kaju..
Stella (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 20:20
Jibbý
Stella (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 22:21
Hvernig verður símareikningurinn hjá þér Stella? Fyrst þú kaust til vinnings? ;-)
Vilborg Traustadóttir, 14.2.2009 kl. 23:38
Aftengdur vegna kvartanna.
Ritskoðun á mbl.
Neðangeind umsögn mín Dapurleg endalok var aftengt fréttinni um að Davíð segi ekki af sér. Þar varpa ég fram spurningu um andlegt heilbrigði Seðlabankastjóra. Ekki er lengur hægt að sjá þessa umsögn mina tengda fréttinni.. Þessi aftenging segir allt sem segja þarf. Ég mun halda áfram að spyrja þessarar spurningar.
Davíð segir ekki af sérInnlent | mbl.is | 8.2.2009 | 17:17
Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, hefur svarað bréfi Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, að hann hafi aldrei hlaupið frá verki sem hann hafi tekið að sér og það muni hann ekki gera nú. Það er því ljóst að hvorki Davíð né Eiríkur Guðnason verða við beiðni Jóhönnu um afsögn úr starfi.
Dapurleg endalok
Sorgleg að verða vitni að svo niðurlægjandi endalokum á starfsferli Davíðs Oddssonar. Er maðurinn andlega heill?????? Nú maður spyr sig. Fordæmalaust að flækjast fyrir nýrri ríkistjórn á þennan hátt og senda fólkinu í landinu þau skilaboð að hann sé þjóðinni mikilvægari.Magnús H Traustason, 15.2.2009 kl. 00:08
Sæmilega sátt við þetta. Jóhanna syngur vel
Hulda Margrét Traustadóttir, 15.2.2009 kl. 08:03
Vilborg..það kemur í ljós hehe..en ég held að það verði í lagi. Sölvi kaus líka..hann kaus "The kiss we never kissed"
Stella (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.