Ekkert af því sem hjartað gefur

frá sér er tapað - það er geymt í

hjörtum annarra.

Þannig var spakmæli dagsins.

Ég druslaðist í blóðprufuna í morgun og fer svo er viðtal hjá lækni í firramálið. Bið ykkur að krossa fingur fyrir mig - hef ekki tíma í vesen útaf heilsunni. Annars er þetta ekki fallega sagt, betra er að segja "Engin veit hvað morgundagurinn ber í skauti sínu" og ef eitthvað er að, þá er að taka á því og vinna úr því eins og öllu öðru sem fyrir mann er lagt í lífinu ! Hefur gengið bærilega hingað til Cool

En grínlaust, þá fer maður að hugsa um allt það góða sem maður á og hefur fengið að upplifa og er þakklátur fyrir það, á meðan aðrir hafa sko aldeilis fengið sinn skammt af erfiðleikum. Mér finnst ég vera mjög heppin þegar kemur að slíkum hlutum - veikindum. Svo ætlaði ég nú ekki að hljóma eins og ég væri eitthvað langt niðri. Ég er í nokkuð góðum gír þó ég finni fyrir óvanalega mikilli þreytu þessa dagana. Ríf mig upp, engin spurning ! Hvað annað ?

Dúllurnar mínar - megið þið eiga góða nótt og læt ykkur frétta af mér á morgun Heart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Góða nótt Margrét mín,, við fréttum af þér um helgina. Takk fyrir hjálpina í dag.

Hvíldu þig nú vel.

Anna Guðný , 18.2.2009 kl. 01:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband