Skiljanleg þreyta....

Komin frá lækninum mínum. Var með latan skjaldkirtil en núna óstarfandi ! Ekki skrítið að ég hafi verið slöpp og syfjuð að hans sögn. Fæ nú lyf sem þarf að stemma af eftir mánuð. Athuga hvort það reynist of mikið eða lítið, tekur víst oft tíma að finna réttan skammt.

Spurt er: Ástæða ? Svar: Mjög algengt hjá konum á vissum aldri. Bæði vanstarf og ofstarf. Oftast ættgengt.

Spurt er: Lækning ? Svar: Lyf sem er hormón sem kemur í staðin fyrir skjaldkirtilsstarfsemina. Og svo verður fylgst með þessum hnúð eða þykkildi sem leynist við skjaldkyrtilinn.

Þannig er nú það. Mér létti. Annað sem ekki er í lagi verður undir eftirliti eins og of há blóðfita sem hægt er að lækka með hollara mataræði - hm... finnst ég nú ekki vera mikið í óhollustu nema ef vera skyldi það, að hér á heimilinu er notað nokkuð af matarolíu af eiginmanninum, kokkinum. Annars erum við á ósköp heimilislegu fæði og lítið um sætindi á borðum hér. Þetta með olíuna og fleira verður tekið til umræðu og frúin fer þá bara að þurrsteikja sérstaklega handa sér þegar steikingar er þörf. Það er gott að fá áminningu, þá er hægt að bæta um betur.

Við ræddum líka um streitu og stress vegna alls þess sem yfir okkur gengur núna og þau áhrif sem það getur haft á heilsuna. Verð nú að viðurkenna að ég hef ekki farið varhluta af því. Nú maður verður bara að reyna að hafa ekki áhyggjur - vera "lígeglad" og brosandi Smile hvað sem á dynur.

Megi dagurinn verða ykkur ljúfur og góður og munið að vera góð hvort annað og brosa SmileHeart

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Nú er bara að dengja sér í detoxið!

Vilborg Traustadóttir, 18.2.2009 kl. 13:51

2 identicon

Knús..

Stella (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 17:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband