19.2.2009 | 07:20
Tónlistarhátíðin
Það var gaman og þjóðlegt að horfa á þegar Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í gær. Afslappaður þáttur sem var laus við að vera gervilegur.
Valgeir var auðvitað að skila sínu með sóma og svo var þetta bara léttur og leikandi þáttur. Flott að enda þáttinn á þann veg sem hann endaði og vakti manni vonir um betri tíð með blóm í haga og samkennd.
Það er mjög gaman að sjá hversu mikil gróska er í tónlistalífi landans og margir hæfileikaríkir og skapandi listamenn á ferð. Takk fyrir mig
Sigur Rós á popp- og rokkplötu ársins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.