Hugleiðing dagsins....

Var að hugsa í gær - eftir læknisheimsóknina. Hvar ég væri stödd í lífinu. Ég sat við eldhúsborðið og horfði á eldhúsgardínur jólanna sem ennþá eru uppi Frown en hugsaði svo, hvað með það, það er mitt mál. Wink Enda eru þær bara fallegar.

Mér líður ágætlega. Mér finnst notalegt að vera heima á morgnana og brasa eitthvað, annaðhvort í heimilisverkum eða í sambandi við Norðurport.

Mér finnst gaman að stússast í Norðurporti, þó engin séu launin ennþá.

Þar hef ég eignast vini og kunningja og fundið fyrir ríkri samkennd.

Samt sakna ég gömlu vinnufélagana oft og finnst stundum að mestallt mitt samband við þá hafi slitnað. Auðvitað er það ekki alveg rétt því ég heyri reglulega frá nokkrum þeirra. Og þegar ég hitti firrum samstarfsfólk, fæ ég knús. Það er eitthvað svo notalegt.

Einu sinni sagði við mig maður sem var að vísu að nálgast eftirlaunaaldurinn. " Þið verðið sko ekki lengi að gleyma mér, það er mín reynsla eftir að hafa séð á eftir mörgum vinnufélögum "

Kannski er það ekki skrítið, því við sem förum snúum okkur að öðru en hinir halda áfram á sama stað. Ég hef nokkrum sinnum skipt um vinnu í lífinu og flutt á milli staða og hef því gengið í gegn um það ferli áður - sem betur fer. Ég get ímyndað mér að erfiðara sé fyrir manneskju á mínum aldri að ganga í gegn um slíkar breytingar, í fyrsta skipti á lífsleiðinni.

Mér datt svona í hug að skrifa um þetta þegar ég sá spakmæli dagsins sem kemur hér:

Kærleiksríkt hjarta er eins og

lífsljós í heimi myrkurs og

skugga.

Stundum finnst manni myrkrið vera mikið en oftast ríkir birtan og gleðin og þá er um að gera að deila henni með öðrum Happy

Í dag ýlfrar vindurinn úti og mikið er þá notalegt að leggja sig með góða bók þar til manni finnst tími til komin að taka til hendi.

Ég hef því komist að þeirri niðurstöðu að ég sé akkúrat stödd í dag þar sem ég á að vera.

Kallast það ekki örlög ?- Og svo veit engin sína ævina firr en öll er Wink

Megi dagurinn vera ykkur góður og brosin sem þið fáið mörg Heart

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanhildur Karlsdóttir

Fyrirgefðu hvað ég er löt að lesa og commenta...

Knús

Svanhildur Karlsdóttir, 19.2.2009 kl. 12:51

2 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Ertu ekki líka orðin nemandi ? Knús til þín.

Hulda Margrét Traustadóttir, 19.2.2009 kl. 12:55

3 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Virkilega góð færsla.

Vilborg Traustadóttir, 19.2.2009 kl. 13:06

4 identicon

Kvitti kvitt..

Það eiga allir misjafna daga..það er ósköp eðlilegt..

Knús..

Stella (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 15:24

5 identicon

Datt í hug að skoða síðuna  þína  núna,  ég fann pínu  stund hjá mér,  en m/eldhúsgardínurnar   ætlarðu bara að lofa þeim að vera eitthvað áfram.

En  mundu Margrét mín að ég er ekki búin að gleyma þér eða ykkur samstarsfélögunum sem misstuð vinnuna. Ég  hugsa oft til ykkar,   já  ég bara sakna ykkar.  Þó að ég sé ekki dugleg að taka upp símann og hringja,  það má segja að ég sé síma-fælin þegar  vinnudegi  er lokið.

Gangi þér óskaplega vel  með Norðurport,  við sjáumst fljótt.

Kv. Lísa

Lísa (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 09:55

6 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Takk dúllurnar mínar. Ég má til að fara að drífa mig að mála Lísa, þá hittumst við allavega. Skil núna andleysið og þreytuna í mér, nú fer það vonandi að lagast. Ég hafði eiginlega nóg með Norðurportið. Og ég þurfti að sofa ósköpin öll. Knús til ykkar

Hulda Margrét Traustadóttir, 20.2.2009 kl. 10:07

7 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

...og skil þetta vel með símafælnina Lísa, þú sem ert í símanum allan daginn  hehe

Hulda Margrét Traustadóttir, 20.2.2009 kl. 10:08

8 identicon

Hæ skvís, nú ætla ég að googla Norðurport ( maður er svo glataður síðan maður flutti hehe, veit ekki neitt hvað gerist á norður hluta landsins) og skoða hvað það er og koma svo og kíkja á þig þar næst þegar ég kem norður, hugsa oft til þín.

Kv. frá Egilsstöðum, Berglind W. Árnad

Berglind (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 22:17

9 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

For the record, þá tók ég mína jólaeldhúsgardínu niður FYRIR jólin en hún hafði hangið uppi allt árið. ;-) Svo rauð og sæt.....

Setti rauðu hjartaseríuna úr Rúmfatalagernum á Akureyri á þrýstistöngina í staðinn!!

Vilborg Traustadóttir, 20.2.2009 kl. 22:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband