25.2.2009 | 13:24
Nóg að gera....
Helgin 28.02 og 01.03. Opið laugardag frá kl.11:00 - 17:00 sunnudag frá kl. 12:00 - 17:00
Mikið líður vikan hratt. Met aðsókn í Norðurport um helgina, kem ekki fleirum fyrir á laugardaginn.
Ný myndlistarsýning verður opnuð og harmonikkuleikari gleður okkur eftir hádegið. Kaffi Port með rjúkandi kaffi, kakó og meðlæti.
Þarna verður notaður og nýr fatnaður, Thailensk vara - mjög fallegar heilsárs ljósa seríur og silkiblóm. Trévörur og flott skart, snyrtivörur og handmálaðar styttur, sokkar, húfur og vettlingar, gamlar og nýjar bækur, harðfiskur, kleinur, partar, flatbrauð og kartöflur. Handmálaðar trévörur, handmálaðir steinar. Army á Íslandi byrjar sölu á hermannafatnaði ofl. Einnig sælgæti. Ódýr sjampó, hárnæring o.f.l.
Gamalt og nýtt, allt í bland - Svona eins og markaðir eiga að vera.
Nánar um myndlistarsýninguna hér fyrir neðan. Einnig á norðurport.is
Meira síðar, njótið dagsins
Athugasemdir
Flott þetta.
Gaman að sýningunni.
Vilborg Traustadóttir, 25.2.2009 kl. 17:28
Glæsilegt, sjáumst annað kvöld
Anna Guðný , 25.2.2009 kl. 20:43
Ég er svo glöð yfir hvað þetta gengur vel hjá þér! You go girl!
Drífa Þöll (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 12:53
Takk stelpur mínar - Svo er það allsherjar andlitshreinsun á vegum Önnu Guðnýjar í kvöld í Norðurporti, fyrir luktum dyrum að sjálfsögðu - bara staffið ! Mikið held ég að við ljómum um helgina
Hulda Margrét Traustadóttir, 26.2.2009 kl. 16:40
Frábært
Knús..
Stella (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.