Einkar ánægjuleg helgi....

Það var gaman um helgina. Mikið að gera og á laugardaginn var fullt hús sölufólks og gesta í Norðurporti - í gær var líka mikið rennirí. Ef þið farið nú inn á síðuna hennar Önnu Guðnýjar bloggvinkonu sem kallar sig ollana og er á bloggvinalistanum mínum getið þið séð skemmtilegar myndir frá helginni. Hún Anna er líka ein af sölukonunum í Norðurporti. Takk Anna mín - flottar myndir hjá þér.

Spakmæli laugardagsins á vel við þann dag:

Kærleikurinn opnar dyr þar sem

engar dyr voru fyrir.

Það var gaman að horfa á listamennina Dagbjörtu og Magnús bróðir minn vinna og sýningin þeirra er virkilega flott og vakti mikla athygli. Svo var auðvitað gaman hjá okkur að fá að hafa þau hjá okkur um helgina en eins og alltaf leið tíminn of hratt og þau óku á brott eftir hádegi í gær. En sýningin þeirra mun hanga uppi fram að næstu mánaðarmótum, okkur til mikillar gleði.

Harmonikkuleikarinn Jón Hrólfsson gladdi okkur með spili sínu á laugardaginn og lyfti það deginum heldur betur upp.

Í hádeginu á laugardaginn bauð Kaffi Port upp á heimalagaða blómkálssúpu og heitt brauð, og svo var auðvitað alla helgina hægt að fá sér þar kaffi, kakó og gott meðlæti.

Hulda mín og fjölskylda voru í skíðaferð hér fyrir norðan, svo við fengum þau líka til okkar í kvöldmat. En þau voru auðvitað fyrst og fremst á skíðum alla helgina.

Ég ætla að enda þessi skrif á spakmæli dagsins í dag:

Því skemmtilegra sem þér

finnst lífið þeim mun meiri

gleði muntu finna í því.

Takk, allir sem komuð á einn eða annan hátt að starfsemi Norðurports þessa helgi. Frábært samstarf, gott skap og samhugur er enn og aftur það sem skiptir mestu máli. Og það var gaman að hluti af fjölskyldunni minni fékk að sjá það sem ég er búin að vera að vinna að síðan í október. Mér sýndist þau bara vera glöð með það Whistling

Njótið vinnudagsins. Ég mun hvíla lúin bein í dag - en svo hefst aftur undirbúningur fyrir næstu helgi...........Heart....Mikið líður tíminn annars hratt !

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Hugsaði til ykkar...

Vilborg Traustadóttir, 3.3.2009 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband