8.3.2009 | 09:21
Frekar kuldalegt úti....
Á Akureyri heilsar okkur í dag, hryssingslegt veður með ofankomu og skafrenningi. Eiginlega ekta veður til að kúra frameftir en....ég er að starta deginum og mæti í Norðurport klukkan 11:00. Aðeins færri sölumenn í dag en þó margir. Dagurinn í gær var afar fjörugur eftir hádegi og ég er mjög sátt
Ég hitti eina góð vinkonu mína og hennar mann sem búa í Kópavogi sem eru hér fyrir norðan í nokkra daga og ætla ég að fá þau hjón í heimsókn til mín áður en þau fara suður aftur. Þessa vinkonu mína hef ég ekki séð í mörg ár og það verður gaman að hittast og spjalla um hvað hefur á dagana drifið.
Spakmæli gærdagsins kemur hér:
Börnin verða sjaldan eins og
við væntum - en það urðum
við ekki heldur.
Þið sem kúrið heima, látið veðrið ekki aftra ykkur frá að kíkja til okkar í Norðurport og gleðja okkur með heimsókn. Annars bara njótið dagsins, öll sem eitt
Athugasemdir
Knús
Svanhildur Karlsdóttir, 8.3.2009 kl. 11:42
Kuldaboli að derra sig! Það styttist í vorið. Gangi ykkur vel í dag.
Vilborg Traustadóttir, 8.3.2009 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.