Skrítin dagur....

Svo sannarlega var dagurinn í gær, skrítin í Norðurporti enda varla hundi út sigandi. En við mættum auðvitað þeir allra hörðustu ! Það komu fáir gestir en þeir sem komu stöldruðu við og skoðuðu það sem var á boðstólum. En við versluðum bara hvort við annað og drukkum kaffi í Kaffi Port, spiluðum tónlist og þetta var bara notalegur dagur. Ég ók þetta bara eftir minni í Norðurport í gærmorgun.

Spakmæli gærdagsins:

Guði lætur best að gera kraftaverk

þegar aðstæður eru ómögulegar.

Í dag fór ég í kaffi til Siglfirskrar nágrannakonu minnar sem nýflutt er í blokkina. Það var notaleg stund og gaman að spjalla við þær mæðgurnar, eftir smálabb með Dalí sem var ánægður að fá að fara inn úr snjónum og hitta skemmtilegt fólk. Happy

Spakmælið í dag:

Sannur vinur er ekki blindur á galla

okkar en vegna kærleika síns kýs

hann að líta framhjá þeim.

Svo er Vilborg á línunni og er að draga mig með til Póllands í maí.....það er líklega ekki aftur snúið því hún er búin að panta fyrir okkur. Daglegt nudd og allsherjar yfirferð á líkama og sál....ég þarf því að redda málunum og mikið held ég að ég hefði nú gott af því að drífa mig. Fyrir nú utan það að félagsskapurinn skiptir miklu máli - ég held við eigum eftir að hlægja okkur næstum í hel ! WinkEiginmaðurinn er bara hress með það að fá léttari konu heim á sál og líkama Wink Ég fer því í það að redda mér afleysingakonu í Norðurport seinni hluta maí mánaðar og er með eina góða í huga InLove

En áfram gengur lífið er að fara í bankann með afrakstur helgarinnar.

Eigið sem bestan dag Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Það verður sko hlegið, það verður skellihlegið!

Vilborg Traustadóttir, 9.3.2009 kl. 20:26

2 identicon

Frábært að heyra, ánægð með Vilborgu að drífa þig með.

Verður farið fyrir eða eftir Eurovision??

Stella (IP-tala skráð) 10.3.2009 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband