12.3.2009 | 11:43
Góðan og blessaðan daginn...
..það er þó frekar kaldranalegt úti en þetta er landið okkar með öllum sínum kostum og göllum ! Maður setur það ekkert fyrir sig klæðir sig bara betur.
Við hjónin fengum skemmtilega heimsókn í gær. Góð vinkona mín sem ég kynntist fyrir austan kom í kvöldmat ásamt manni sínum en eiginmaðurinn minn tók að sér eldamennskuna. Þetta var ánægjulegt kvöld, við höfðum ekki hist nema einu sinni eða tvisvar eftir að ég flutti hingað norður. En bæði unnum við saman á Egilsstöðum um tíma og síðan lágu leiðir okkar beggja til Reyðarfjarðar þar sem vináttuböndin efldust. Bara takk fyrir komuna bæði tvö og rosalega var gaman að hitta ykkur.
Spakmæli dagsins í dag:
Geislandi bros leiðir af sér sanna
gleði sem breiðist út til annarra.
Svo er bara að drífa sig í gallann og fara út að labba.
Njótið dagsins og farið vel með ykkur
Athugasemdir
Gaman að fá góða gesti. Gangi þér vel á morgun.
Vilborg Traustadóttir, 12.3.2009 kl. 20:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.