Svitn....svitn...

Hm...það var nefnilega hringt í mig í dag og mér boðið í útvarpsviðtal klukkan 10. í firramálið.

Vona að það gangi bærilega er svo sem ekki mjög sterk á svellinu þar -  en ég læt mig hafa það og mæti að sjálfsögðu Pinch Það bjargar mér að ég fæ að tala um Norðurport aðallega held ég og þar sem það er mér mikið áhugamál vona ég að þetta sleppi til.

Sendið mér endilega frómar óskir, læt svo vita hvenær þið fáið að heyra herlegheitin (sem betur fer ekki bein útsending) - allavega ef þið hafið áhuga !

Var að koma af rósamálunarnámskeiðinu, gaman en þetta er heilmikil kúnst og ólíkt því sem ég hef nokkru sinni málað, ég vona að mér takist að klára það sem ég er byrjuð á. Smile Stórum trébakka sem ég er búin að eiga allan minn búskap. Er svona að hressa hann við enda orðin gamall og lúinn.

Megið þið eiga góðan nætursvefn og góða drauma Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Guðný

Oh, ég hef sem sagt misst af því. Hvar ertu í viðtali góða mín? Má ekki  missa af því. Vonandi er ég að verða það góð að ég geti komið um helgina. En það er samt alveg á mörkunum.

Hafðu það gott ljúfan

Anna Guðný , 12.3.2009 kl. 22:35

2 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Láttu ljós þitt skína í viðtalinu það gæti átt eftir að lýsa mörgum.

Magnús Sigurðsson, 12.3.2009 kl. 23:03

3 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Já, hvar er viðtalið?

Hilmar Gunnlaugsson, 12.3.2009 kl. 23:16

4 Smámynd: Hulda Margrét Traustadóttir

Anna Guðný mín, þú hefur ekki misst af því ennþá. Gott að þú ert að hressast, vonandi getur þú komið um helgina.

Ég veit að þetta verður flutt á sunnudagsmorguninn og það verður í þætti hjá Margréti Blöndal - Á hvaða stöð ? Er ekki alveg viss en kemst að því

Hulda Margrét Traustadóttir, 13.3.2009 kl. 06:52

5 Smámynd: Vilborg Traustadóttir

Gott mál......

Vilborg Traustadóttir, 13.3.2009 kl. 11:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband