13.3.2009 | 11:44
Þá er það frá....
Held að þetta viðtal hafi gengið ágætlega en það er ykkar að dæma ef þið opnið nú fyrir rás 2 á sunnudagsmorguninn. Hún Margrét Blöndal er svo notaleg kona að það er ekki hægt annað en láta sér líða vel hjá henni
Svo bíður mín stór gólfflötur að skúra í Norðurporti í dag svo nú er að drífa sig í vinnugallann og láta hendur standa fram úr ermum. Það er aftur fullt á öllum söluborðum á morgun !
Megið þið njóta dagsins og helgarinnar og hugsið vel hvort um annað
Fletti dagatalinu af handahófi og upp kom 22.október, akkúrat dagsetningin sem var þegar ég missti vinnuna á síðasta ári:
Hugsaðu þér að lífið sé leikur:
Hvert vingjarnlegt orð færir
þig fram um einn reit, hvert
kærleiksverk færir þig fram um tvo
reiti, hvert nöldur eða særandi orð
færir þig aftur um einn reit. Leiktu
til sigurs.
Og spakmæli dagsins í dag er:
Fólk sem snýr sér til Guðs
í leit að tilgangi lífsins.
verður alltaf ung í anda.
Svo mörg voru þau orð
Athugasemdir
Hlakka til að hlusta á þáttinn á Rás 2. Spakmælin klikka ekki!
Vilborg Traustadóttir, 13.3.2009 kl. 11:48
Bíðum spennt.
Magnús H Traustason, 13.3.2009 kl. 23:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.